Félagsbréf - 01.07.1957, Side 92

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 92
90 FELAGSBREF svo glatt, ekki jafn-auðveldlega og mennirnir, og aldrei oftar en einu -sinni. Þess vegna verður maður að hafa eitthvað nýtt á takteinum gegn henni“. VII. Við erum komin 10—15 faðma frá greninu. Þetta gerist með þeim hætti, að erfitt er að trúa því, að það hafi gerzt. Þórður bendir okkur að leggjast niður og fikrar sig á hnjánum og höndunum nær og nær. Og sjá. Þar er kvikt hjá gjótuopinu. Fyrst sjást tveir yrð- lingar, svo sá þriðji. Nú fer Þórður að gefa frá sér torkenni- leg hljóð, og tveir yrðlingar í viðbót gægjast upp úr opinu á greninu, og nú komnir alveg út til hinna þriggja, sem farnir eru að sækja í sig veðrið og koma rásandi í áttina að hljóðinu. Og síðan eru þeir allir fimm komnir í hnapp, snuðrandi og þef- andi. Þórður linnir ekki á þessum eftirlíktu tófuhljóðum .. . dekurhljóðum ... en svo nefnast þau ,... lífið er líka stundum tómt plat, hafði hann sagt, eins og tófuveiðar. Og yrðlingarnir, nú hafandi færzt í aukana, þar koma þessi litlu loðnu dýr með glefsandi skoltana, ýlfrandi eins og útburðir, og renna á dekur- hljóðin, sem þeir kjánarnir að tarna halda, að komi úr mömmu sinni, og nú komnir í gripsfæri frá skýttunni. Og svo skjótt, að auga naumast á festir, er einn þarna þrifinn í hnakkadrambið af hramminum Þórðar og honum stungið emjandi eins og brenndu barni undir handarjaðar hans. Við gáum ekki að okkur og hreyfum okkur, þó ekki mikið, en nóg til þess, að við það styggjast hinir og hörfa til baka. Að öðrum kosti hefði hann hremmt þá alla. En Þórður heldur áfram að vera tófan og mjakar sig á eftir þeim. „Nú er um seinan að ná hinum lifandi", hvíslar hann, „ég gleymdi að segja ykkur, að þið megið ekki einu sinni bæra varirnar, þegar svona stendur á“. Síðan biður hann mig að rétta sér tvíhleypinginn. Þeir eru að hverfa ofan í gjótuna. Tveir eru horfnir, en tveir eru að því komnir, er Þórður lyftir byssunni og miðar. Skotið kveður við svo hátt, að það er viðlíka og jörðin hefði rifnað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.