Félagsbréf - 01.07.1957, Page 95

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 95
PÉLAGSBRÉF 93 sómasamleg greiðsla, heldur nafnverð til að láta það eitthvað heita. Á sama tíma fá upplesarar mikið fé, eða kannski allt að því þrjú hundruð krónur á móti fjörutíu og fimm, sem höfundurinn fær. Engum dettur í hug að snúa þessu við, eða að höfundum finnist slíkt sanngjarnt. Þetta er ekki vandamál, heldur firra og landlægt virðingarleysi í garð rithöfunda. Menn nota gjarnan stundir sínar frá annarri vinnu til ritstarfa, unz þeim Jiefur vaxið gæfa og gjörfuleiki til að fá þau borguð. Með þeim greiðslum geta þeir keypt sér nýjar stundir til ritstarfa. Og aukist veltan, geta þeir keypt líf sitt og orðið sjálfráðir um vinnu sína. Þrátt fyrir niikið hjal um menningarviðleitni og styrki, er ung- um höfundum nauðsynlegt að vita, að þeim verða aldrei skapaðar aðstæður sem rithöfundum, ef þeir gera það ekki sjálfir. Nú eru til þeir menn, sem hafa fæðzt inn í þá aðstöðu að geta stundað hugar- sportið án nokkurra frávika, eða þá þeir erfa ömmu sína, áður en þeim liefur gefizt að kaupa h'f sitt fyrir ritlaun hjástundanna. Það er gott og blessað. En stundum verða slíkir menn aldrei nema lélegir höfundar, eins og sumir fátæklinganna. Hér á Islandi fæðast menn ekki til ríkidæmis á vettvangi liugar- sportsins. Islenzkir höfundar verða því allir að velja leið fátækl- ingsins. Og livað viðkemur ungum höfundum, þá er þeim mestur vandi að skilja án sárinda, að þjóðfélagið stekkur ekki upp til handa og fóta, þótt þeir skrifi sögu. Þeir mega jafnvel lialda áfram að skrifa alla ævi, án þess að nokkurra hræringa verði vart. En gull eru þeir menn, sem halda áfram að iðka liugarsportið, þótt enginn hossi þeim. Þeirra sport er meira virði, en þeir peningar, sem verið er að greiða lukkuriddurum í bókmenntum vorum, vegna þess að rækt- un liugans og vernd guðsgáfunnar er það, sem heldur uppi menn- ingu. Og því fleiri, sem eru að skrifa, því betur verða þeir að gera, sem gegna því leiða hlutverki að ævilokum, að standa kjólklæddir á mannamótum að flytja lýðnum veizluhjal. Veraldlegt gengi og ógengi heyrir því ekki til vandamálum í þessu tilfelli. Vandamál er aftur á móti það, ef menn hætta að skrifa. Þjóðfélagið í dag er kannski einna mest tálmun á vegi ungs rit- höfundar. Nú þykir hver stjórnmálamaður góður, sem rekur ein- hvers konar þjóðnýtingarpólitík. Þetta verður til þess, að með tím-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.