Félagsbréf - 01.07.1957, Page 98
96
FÉLAGSBRÉF
mætti nefna eitthvað af undantekningum, sem afsönnuðu heltök vel-
ferðarríkisins. Ég hef verið að minnast þessa, vegna þess að liér er
að skapast velferðarríki, sem ungum höfundum er eins gott að átta
sig á, áður en þeir verða því samrunnir. Menn geta kannski bjargað
sál sinni með því að flýja af jörðinni með viðfangsefni sín, en þeir
skapa tæplega verðmæti með þeim hætti. Ungur rithöfundur getur
látið reka sig í hjörð menningarmanna tuttugu og tveggja ára ríkis-
ins og farið undir þúfnabanann á þeirri forsendu, að eitt eigi yfir
hann og þjóð hans að ganga. Og hann getur reynt að liugsa eins og
frjáls maður. En ef allt um þrýtur getur liann reynt að spyrja um
fólk í öðrum húsum, ef það er þá ekki einhvers staðar á fundi að
bjarga menningunni.
Með kveðju
IndriSi G. Þorsteinsson.
Austur-Þjóðverjum er jafnilla við samyrkjubúskap og öðruni bændum austan
járntjalds og vestan.
„Á morgun eru liðin þrjú ár frá því að þetta samyrkjubú var stofnað“, sagði
trúnaðarmaður „Flokksins" á einu slíku búi. „Eigum við' ekki að slálra gæs?“
„Hvers vegna það?“ muldraði einn bóndinn. „Ekki áttu gæsirnar sökina".
Franskur blaðamaður lilýddi á þetta samtal á járnbrautarstöð austur í Moskvu:
„Já, öllum börnunum mínum hefur gengið vel, Guði sé lof. Vladiinír er verk-
fræðingur, Sonya er læknir og Ivan bókhaldari. Sá eini, sem illa hefur gengið,
er Pétur. Hann er atvinnulaus í Ameríku. En hann er góð sál. Ef hann sendi okk-
ur ekki feitmetisbögglana, værum við dáin úr hungri fyrir löngu“.