Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 10
KYNNING SVEITARFÉLAGA Lýður Björnsson, sagnfræðingur: Reykhólahreppur hinnnýi Á síöastliönu ári sameinuðust allir hrepparnir í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag. Hinn nýi hreppur, Reykhólahreppur hinn nýi, nær yfir svæðið milli Brekkuár í Gilsfirði og Skiptiár í Kjálkafirði og Flateyjarhrepp á Breiðafirði (Vestureyjar). Allt þetta svæði hefur um langan aldur verið innan takmarka Barðastrandarsýslu (áður Þorskafjarðarþings), enda er það alrangt, sem nýlega hefur komizt á prent í annars ágætu fræðiriti, að Flat- eyjarhreppur hafi einhvern tímann verið hluti Snæfellsnessýslu. Hrepparnir fomu Austur-Barðastrandarsýsla varð sérstakt sýslufélag hinn 2. desember árið 1887, en hafði verið sérstakt sýslumannsumdæmi á árunum um 1620-1718. Fimm hreppar voru á svæðinu um 1700, Geiradalshreppur, Króksfjarðarhreppur, Gufudalshreppur, Skálmarnesmúlahreppur og Eyjahreppur. Líkur benda til, að þeir hafi verið færri í öndverðu, e.t.v. aðeins þrír. íbúar Geira- dalshrepps sóttu þing í Berufirði í Króksfjarðarhreppi (Reykhólahreppi eldra) allt til ársins 1882. Þetta ásamt nafninu Króksfjarðarhreppur bendir til þess, að Geira- dalshreppur og Reykhólahreppur eldri hafi verið eitt sveitarfélag framan af öldum. Einnig voru sérkennileg tengsl milli austurhluta Múla- hrepps (Skálmarnesmúlahrepps) og Gufu- dalshrepps og Flateyjarhrepps (Eyjahrepps) og Múlahrepps vestan Kvígindisfjarðar. Þau gætu bent til þess, að þarna hefðu orðið breytingar á hreppaskipan á fyrri öldum og jafnvel verið stofnaður nýr hreppur. Matarkistan Austur-Barðastrandarsýsla veit mót sól og er víða varin gegn versta norðannæðingnum af all- háum og bröttum fjöllum. Loftslag þar er því hagkvæmt fyrir landbúnað, en á móti vegur, að undirlendi er yfirleitt lítið, og fjallskriður ganga víða allt í sjó fram. Helztu undantekningar frá þessu eru dalir inn af fjarðarbotnum og veruleg- ur hluti Geiradalshrepps og Reykhólahrepps eldra. Vestureyjar liggja úti fyrir ströndinni með öllum sínum hlunnindum, fugli, hrognkels- um og sel og að ógleymdu útræðinu, en tvær miklar verstöðvar voru um aldir innan takmarka Hreppaskipan ■ i Austur-Barðastrandarsýslu fyrir sameining- una árið 1987. Uppdráttinn gerði Margrét Rafnsdóttir í Byggðastofnun fyrir Sveitarstjómamiál. 4 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.