Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 10
KYNNING SVEITARFÉLAGA Lýður Björnsson, sagnfræðingur: Reykhólahreppur hinnnýi Á síöastliönu ári sameinuðust allir hrepparnir í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag. Hinn nýi hreppur, Reykhólahreppur hinn nýi, nær yfir svæðið milli Brekkuár í Gilsfirði og Skiptiár í Kjálkafirði og Flateyjarhrepp á Breiðafirði (Vestureyjar). Allt þetta svæði hefur um langan aldur verið innan takmarka Barðastrandarsýslu (áður Þorskafjarðarþings), enda er það alrangt, sem nýlega hefur komizt á prent í annars ágætu fræðiriti, að Flat- eyjarhreppur hafi einhvern tímann verið hluti Snæfellsnessýslu. Hrepparnir fomu Austur-Barðastrandarsýsla varð sérstakt sýslufélag hinn 2. desember árið 1887, en hafði verið sérstakt sýslumannsumdæmi á árunum um 1620-1718. Fimm hreppar voru á svæðinu um 1700, Geiradalshreppur, Króksfjarðarhreppur, Gufudalshreppur, Skálmarnesmúlahreppur og Eyjahreppur. Líkur benda til, að þeir hafi verið færri í öndverðu, e.t.v. aðeins þrír. íbúar Geira- dalshrepps sóttu þing í Berufirði í Króksfjarðarhreppi (Reykhólahreppi eldra) allt til ársins 1882. Þetta ásamt nafninu Króksfjarðarhreppur bendir til þess, að Geira- dalshreppur og Reykhólahreppur eldri hafi verið eitt sveitarfélag framan af öldum. Einnig voru sérkennileg tengsl milli austurhluta Múla- hrepps (Skálmarnesmúlahrepps) og Gufu- dalshrepps og Flateyjarhrepps (Eyjahrepps) og Múlahrepps vestan Kvígindisfjarðar. Þau gætu bent til þess, að þarna hefðu orðið breytingar á hreppaskipan á fyrri öldum og jafnvel verið stofnaður nýr hreppur. Matarkistan Austur-Barðastrandarsýsla veit mót sól og er víða varin gegn versta norðannæðingnum af all- háum og bröttum fjöllum. Loftslag þar er því hagkvæmt fyrir landbúnað, en á móti vegur, að undirlendi er yfirleitt lítið, og fjallskriður ganga víða allt í sjó fram. Helztu undantekningar frá þessu eru dalir inn af fjarðarbotnum og veruleg- ur hluti Geiradalshrepps og Reykhólahrepps eldra. Vestureyjar liggja úti fyrir ströndinni með öllum sínum hlunnindum, fugli, hrognkels- um og sel og að ógleymdu útræðinu, en tvær miklar verstöðvar voru um aldir innan takmarka Hreppaskipan ■ i Austur-Barðastrandarsýslu fyrir sameining- una árið 1987. Uppdráttinn gerði Margrét Rafnsdóttir í Byggðastofnun fyrir Sveitarstjómamiál. 4 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.