Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 24
KYNNING SVEITARFÉLAGA Hreppsnefnd hins nýja Reykhólahrepps á einum fyrsta fundi sínum. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Smári Baldvinsson, Valdimar Jónsson, Stefán Magnússon, Guðmundur Ólafsson, oddviti, fyrir enda borðsins, Áshildur Vilhjálmsdóttir, Karl Kristjánsson og Einar Hafliðason. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri hreppsins, tók myndina fyrir Sveitar- stjómarmál. Auk dvalarheimilisins verður í húsinu skrif- stofa sveitarstjóra hins nýja Reykhólahrepps. Einnig er hugmynd um að koma þar á fót dagvist barna, og loks eru hugmyndir um, að þar mætti finna húsrými undir vísi að byggðasafni og bóka- safn hins nýja hrepps, en margar merkar bækur eru til í bókasöfnum gömlu hreppanna, sem þyrftu að komast í góða umhirðu, ef söfnin yrðu sameinuð í eitt safn. Heilsugœzlustöð Heilsugæzlustöð tók til starfa í 120 ferm. nýbyggðu húsi á Reykhólum haustið 1983, og hafði gamla læknishúsið þá verið selt. Þangað kemur læknir vikulega frá Búðardal, og héraðs- hjúkrunarfræðingur, sem búsettur er á svæðinu, hefur þar viðtalstíma tvisvar í viku. Eftir atvik- um þykir heilbrigðisþjónustan nokkuð við- unandi, þótt þar sé að finna þá íbúa landsins, sem lengst eiga að sækja til læknis. Pað eru íbúar á býlinu Kletti í Kollafirði, en þaðan eru 142 km til Búðardals. Frá Reykhólum til Búðardals eru þó 94 km, og til Garpsdals, þar sem hjúkrunar- fræðingurinn býr, er um 30 km vegalengd. Um árabil var erfitt að fá lækni til að sitja á Reyk- hólum, en árið 1973 var Reykhólalæknishérað sameinað Búðardalslæknishéraði, og síðan hafa setið einn eða tveir læknar þar. Heilsugæzlustöðin er byggð samkvæmt sömu teikningu og heilsugæzlustöðvar á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og er með móttökustofu læknis, móttökustofu hjúkrunarfræðings og aðstöðu til lyfjasölu og ungbarnaskoðunar. Ýmislegt Ný kirkja var vígð á Reykhólum árið 1963. Kirkjan frá 1857 var tekin sundur og loks flutt vestur í Saurbæ á Rauðasandi og reist þar. Langt var komið að byggja mjólkurstöð 1960—1962, en hætt, þegar önnur reis í Búðar- dal. Hluti þess húss er nú notaður sem félags- heimili. Flugbraut, sem er við Reykhóla, var nýlega endurbyggð og lengd í 900 m. Jók það öryggi héraðsbúa til mikilla muna. Á Reykhólum eru nú alls 36 íbúðarhús eða íbúðir. Þá má nefna umsvif nokkurra opinberra stofnana. Vegagerð ríkisins hefur komið sér upp umdæmisbækistöð á staðnum, Orkubú Vest- fjarða rekur þar varaaflsstöð í stóru stál- grindarhúsi, sem fyrirtækið Sjávaryrkjan reisti á sínum tíma, Póstur og sími á hús undir starfsemi sína, og endurvarpsstöð sjónvarps er við „Reykhólasjó”. Loks má þess geta, að kvenfélagið Liljan ann- ast um skrúðgarð í Hvanngarðabrekku. Lokaorð í þessari samantekt hefur ýmsu fróðlegu verið sleppt. Reynt var að stikla á stóru og taka fyrir þær ákvarðanir, sem skiptu sköpum fyrir byggð og ábúð á Reykhólum. Sú ákvörðun íbúa þessa byggðarlags að sameinast til einnar heildar við stjórn þessa svæðis er merk ákvörðun. Sú er einlæg ósk greinarhöfundar, að byggð megi dafna, mannlíf megi blómgast og að atvinnulíf fái fleiri styrkar stoðir til afla og ábúðar fyrir íbúa þessa svæðis. 18 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.