Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 29

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 29
SAMTALIÐ Skálmarnesmúli árið 1912. Lengst til vinstri er gamli bærinn, þá kirkjan og loks útihús. Danskir landmælingamenn tóku myndina, sem er í eigu Þjóðminjasafns Islands, myndadeildar. um, sem þeim fylgdu, dúnn, varp og selur, þótt hann sé dottinn út núna. Við dúninn var mikil vinna, meðan hann var handhreinsaður á grind, en nú eru komnar vélar, sem hann er hreinsaður í. Síðast var markaður fyrir selskinn á árinu 1981, en selskinn voru mikil markaðsvara áður. Dúnn og selskinn voru seld, þar sem hagstæðast var á hverjum tíma. Að vorinu var víða grá- sleppuveiði, en nú hefur hún alveg lagzt niður.” — Nýtið þið enn dúninn? ,,Já, síðan við fluttumst suður, hefur fólk á þremur bæjum farið vestur á hverju vori og nytjað dúntekjuna. Við á Skálmarnesmúla erum þar allt sumarið, en fólkið á hinum bæjunum er þar um vortímann. Þá hefur nokkuð verið um þangslátt fyrir þörungaverksmiðjuna á Reykhól- um. Hjá öllum bæjunum í sveitinni er einhver þangtekja.” —Var selkjöt haft til matar? ,,Já, það var borðað bæði nýtt og saltað og selspikið að nokkru leyti. Mörgum þótti selspik- ið kóngamatur. Á mörgum bæjum var mikið æti, svo sem lundi og skarfur. Silungsveiði var víða. Fyrrum birgðu heimilin sig upp með vetrar- SVEITARSTJÓRNARMÁL 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.