Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 31
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Upfjdrátturinn sýnir mörk Eskifjarðarbæjar og Helgustaðahrepps, sem nú hafa verið sameinaðir. Sýnd eru lögbýli i hreppnum. Uppdráttinn gerði Lilja Karlsdóttir I Byggðastofnun fyrir Sveitarstjórnarmál. Eskifjarðarkaupstaður og Helgustaðahreppur sameinast Eskifjarðarkaupstaður og Helgu- staðahreppur í Suður-Múlasýslu runnu saman í eitt sveitarfélag, Eski- fjarðarkaupstað, hinn 1. janúar sl. Gekk sameiningin fljótt og hnökra- laust, að sögn Bjarna Stefánssonar, bæjarstjóra. Hreppsnefnd Helgu- staðahrepps samþykkti á fundi 1. desember að ganga til viðræðna við bæjarstjórn um sameininguna. Við- ræðunefndir sveitarfélaganna héldu síðan sameiginlegan fund 4. des- ember og komu sér saman um til- högun sameiningarinnar og fyrir- komulag ýmissa mála að henni lok- inni. Bæjarstjórn Eskifjarðar sam- þykkti þá tilhögun á fundi 22. des- ember. Félagsmálaráðuneytið gaf út auglýsingu um sameininguna 24. desember, og er hún nr. 595 í B-deild Stjórnartíðinda 1987. Er þetta fyrsta tilvikið á grundvelli 2. málsgr. 5. gr. sveitarstjórnarlaganna nr. 8/1986, þar sem kaupstaður á hlut að sameiningu. Hið nýja sveitarfélag, Eskifjarðar- kaupstaður, hefur um áramótin 1099 íbúa, þar af bjuggu í kaup- staðnum 1066 íbúar, en í hreppnum 33 íbúar. Sveitarfélög þessi voru ásamt Reyðarfjarðarhreppi einn hreppur til ársins 1907, er þáverandi Reyðar- fjarðarhreppi var skipt í þrennt, Helgustaðahrepp, Eskifjarðarhrepp og Reyðarfjarðarhrepp. Voru því rétt 80 ár frá aðskilnaði sveitarfélaganna, er tvö þeirra voru sameinuð á ný. Á árinu 1968 var hluti af Reyðarfjarðar- hreppi, svonefndur Kálkur, lagður til Eskifjarðarhrepps með lögum, og á árinu 1974 öðlaðist Eskifiarðar- hreppur kaupstaðarréttindi. A árinu 1786 var Eskifjörður reyndar einn þeírra sex staða, sem þá öðluðust kaupstaðarréttindi, en voru afnumin að því er Eskifjörð snerti árið 1836. Bæjarstjórn Eskifjarðarkaupstað- ar verður sveitarstjórn hins samein- aða sveitarfélags til loka núverandi kjörtímabils, en með samkomulagi, sem gert var um sameininguna, var ákveðið, að síðasta hreppsnefnd Helgustaðahrepps kysi einn áheyrn- arfulltrúa og annan til vara úr sínum hópi til setu í bæjarráði og bæjar- stjórn með málfrelsi og tillögurétti, og gildir sú skipan til loka kjörtíma- bilsins. Hreppsnefnd kaus úr sínuni hópi Stefán Gunnarsson, sem kos- inn hafði verið oddviti hreppsins eftir fráfall Stefáns Ólafssonar, sem lézt hinn 4. júni 1987. Samkomulagið felur einnig í sér, að við sameininguna sé kosin sér- stök landbúnaðarnefnd, sem fer með fjallskil, viðhald fjárrétta og girð- inga, sem áður féllu undir Helgu- staðahrepp, sauðfjárveikivarnir hreindýraveiðar og útrýmingu refa og minka og þau verkefni önnur, SVEITARSTJÓRNARMÁL 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.