Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 31
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Upfjdrátturinn sýnir mörk Eskifjarðarbæjar og Helgustaðahrepps, sem nú hafa verið sameinaðir. Sýnd eru lögbýli i hreppnum. Uppdráttinn gerði Lilja Karlsdóttir I Byggðastofnun fyrir Sveitarstjórnarmál. Eskifjarðarkaupstaður og Helgustaðahreppur sameinast Eskifjarðarkaupstaður og Helgu- staðahreppur í Suður-Múlasýslu runnu saman í eitt sveitarfélag, Eski- fjarðarkaupstað, hinn 1. janúar sl. Gekk sameiningin fljótt og hnökra- laust, að sögn Bjarna Stefánssonar, bæjarstjóra. Hreppsnefnd Helgu- staðahrepps samþykkti á fundi 1. desember að ganga til viðræðna við bæjarstjórn um sameininguna. Við- ræðunefndir sveitarfélaganna héldu síðan sameiginlegan fund 4. des- ember og komu sér saman um til- högun sameiningarinnar og fyrir- komulag ýmissa mála að henni lok- inni. Bæjarstjórn Eskifjarðar sam- þykkti þá tilhögun á fundi 22. des- ember. Félagsmálaráðuneytið gaf út auglýsingu um sameininguna 24. desember, og er hún nr. 595 í B-deild Stjórnartíðinda 1987. Er þetta fyrsta tilvikið á grundvelli 2. málsgr. 5. gr. sveitarstjórnarlaganna nr. 8/1986, þar sem kaupstaður á hlut að sameiningu. Hið nýja sveitarfélag, Eskifjarðar- kaupstaður, hefur um áramótin 1099 íbúa, þar af bjuggu í kaup- staðnum 1066 íbúar, en í hreppnum 33 íbúar. Sveitarfélög þessi voru ásamt Reyðarfjarðarhreppi einn hreppur til ársins 1907, er þáverandi Reyðar- fjarðarhreppi var skipt í þrennt, Helgustaðahrepp, Eskifjarðarhrepp og Reyðarfjarðarhrepp. Voru því rétt 80 ár frá aðskilnaði sveitarfélaganna, er tvö þeirra voru sameinuð á ný. Á árinu 1968 var hluti af Reyðarfjarðar- hreppi, svonefndur Kálkur, lagður til Eskifjarðarhrepps með lögum, og á árinu 1974 öðlaðist Eskifiarðar- hreppur kaupstaðarréttindi. A árinu 1786 var Eskifjörður reyndar einn þeírra sex staða, sem þá öðluðust kaupstaðarréttindi, en voru afnumin að því er Eskifjörð snerti árið 1836. Bæjarstjórn Eskifjarðarkaupstað- ar verður sveitarstjórn hins samein- aða sveitarfélags til loka núverandi kjörtímabils, en með samkomulagi, sem gert var um sameininguna, var ákveðið, að síðasta hreppsnefnd Helgustaðahrepps kysi einn áheyrn- arfulltrúa og annan til vara úr sínum hópi til setu í bæjarráði og bæjar- stjórn með málfrelsi og tillögurétti, og gildir sú skipan til loka kjörtíma- bilsins. Hreppsnefnd kaus úr sínuni hópi Stefán Gunnarsson, sem kos- inn hafði verið oddviti hreppsins eftir fráfall Stefáns Ólafssonar, sem lézt hinn 4. júni 1987. Samkomulagið felur einnig í sér, að við sameininguna sé kosin sér- stök landbúnaðarnefnd, sem fer með fjallskil, viðhald fjárrétta og girð- inga, sem áður féllu undir Helgu- staðahrepp, sauðfjárveikivarnir hreindýraveiðar og útrýmingu refa og minka og þau verkefni önnur, SVEITARSTJÓRNARMÁL 25

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.