Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 43
BRUNAVARNIR Aðalfundur fulltrúaráðs B.Í. Samkvæmt lögum um Bruna- bótafélag íslands nr. 9/1955 er kosið í fulltrúaráð félagsins á fjög- urra ára fresti. Allir kaupstaðir, sem hafa samning við félagið um húsatryggingar, skipa einn fulltrúa hver og sömuleiðis sýslufélög, ef einhver hreppur í sýslunni hefur húsatryggingarsamning við félag- ið. Venjulega eru þessir fulltrú- ar kosnir að loknum reglulegum sveitarstjórnarkosningum í land- inu, og (óví eru aðalfundir fulltrúa- ráðsins haldnir ári eftir sveitar- stjórnarkosningar til þess að tryggja, að þá sé fulltrúaráðið full- skipað. Aðalfundur félagsins 1987 var haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík 14. ágúst, og sátu fund- inn fulltrúar allra þeirra kaupstaða og sýslna, sem rétt eiga til setu á aðalfundum félagsins, 48 að tölu. Á fundinum var kosið í stjórn félagsins, sem skipuð er þremur mönnum úr hópi fulltrúaráðs- manna og þremur til vara. í aðal- stjórn félagsins voru kosnir þeir Friðjón Þórðarson, alþingismaður, sem er formaður hennar, Björgvin Bjarnason, fv. bæjarfógeti, og Guðmundur Oddsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi. í varastjórn voru kjörnir Andrés Valdimarsson, sýslumaður í Árnessýslu, Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórn- ar á Seyðisfirði, og Hreinn Páls- son, lögfræðingur á Akureyri. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, s.s. skýrslu um starfsemi félagsins og kynningu á ársreikn- ingi þess, flutti Bjarni Þórðarson, formaður Sambands íslenzkra tryggingarfélaga, erindi um vá- tryggingarstarfsemi í nútímaþjóð- félagi. Á aðalfundinum kom fram, að hagur félagsins er góður og að um 90% af öllu húsnæði utan höfuð- borgarinnar er vátryggt hjá félaginu. Um kvöldið 14. ágúst var haldið hóf, þar sem minnzt var sjötíu ára afmælis félagsins fyrrá árinu1987 en í tilefni af því skrifaði Ingi R. Helgason, forstjóri B.Í., grein í 1. tölubl. Sveitarstjórnarmála 1987. Aðalmenn og varamenn i nýkjörinni stjórn B.l'. ásamt forstjóra félagsins. Á myndinni eru, taldir frá vinstri: Andrés Valdimarsson, Hreinn Pálsson, Guómundur Oddsson, Ingi R. Helgason, forstjóri félagsins, Björgvin Bjarnason, Friðjón Þóróarson og Jónas Hallgrímsson. Fulltrúar á aóalfundi B.í. 1987 viö Hótel Holiday Inn iReykjavik, þarsem fundurinn var haldinn. SVEITARSTJÓRNARMÁL 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.