Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 43

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 43
BRUNAVARNIR Aðalfundur fulltrúaráðs B.Í. Samkvæmt lögum um Bruna- bótafélag íslands nr. 9/1955 er kosið í fulltrúaráð félagsins á fjög- urra ára fresti. Allir kaupstaðir, sem hafa samning við félagið um húsatryggingar, skipa einn fulltrúa hver og sömuleiðis sýslufélög, ef einhver hreppur í sýslunni hefur húsatryggingarsamning við félag- ið. Venjulega eru þessir fulltrú- ar kosnir að loknum reglulegum sveitarstjórnarkosningum í land- inu, og (óví eru aðalfundir fulltrúa- ráðsins haldnir ári eftir sveitar- stjórnarkosningar til þess að tryggja, að þá sé fulltrúaráðið full- skipað. Aðalfundur félagsins 1987 var haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík 14. ágúst, og sátu fund- inn fulltrúar allra þeirra kaupstaða og sýslna, sem rétt eiga til setu á aðalfundum félagsins, 48 að tölu. Á fundinum var kosið í stjórn félagsins, sem skipuð er þremur mönnum úr hópi fulltrúaráðs- manna og þremur til vara. í aðal- stjórn félagsins voru kosnir þeir Friðjón Þórðarson, alþingismaður, sem er formaður hennar, Björgvin Bjarnason, fv. bæjarfógeti, og Guðmundur Oddsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi. í varastjórn voru kjörnir Andrés Valdimarsson, sýslumaður í Árnessýslu, Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórn- ar á Seyðisfirði, og Hreinn Páls- son, lögfræðingur á Akureyri. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, s.s. skýrslu um starfsemi félagsins og kynningu á ársreikn- ingi þess, flutti Bjarni Þórðarson, formaður Sambands íslenzkra tryggingarfélaga, erindi um vá- tryggingarstarfsemi í nútímaþjóð- félagi. Á aðalfundinum kom fram, að hagur félagsins er góður og að um 90% af öllu húsnæði utan höfuð- borgarinnar er vátryggt hjá félaginu. Um kvöldið 14. ágúst var haldið hóf, þar sem minnzt var sjötíu ára afmælis félagsins fyrrá árinu1987 en í tilefni af því skrifaði Ingi R. Helgason, forstjóri B.Í., grein í 1. tölubl. Sveitarstjórnarmála 1987. Aðalmenn og varamenn i nýkjörinni stjórn B.l'. ásamt forstjóra félagsins. Á myndinni eru, taldir frá vinstri: Andrés Valdimarsson, Hreinn Pálsson, Guómundur Oddsson, Ingi R. Helgason, forstjóri félagsins, Björgvin Bjarnason, Friðjón Þóróarson og Jónas Hallgrímsson. Fulltrúar á aóalfundi B.í. 1987 viö Hótel Holiday Inn iReykjavik, þarsem fundurinn var haldinn. SVEITARSTJÓRNARMÁL 37

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.