Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 56
UMHVERFISMÁL Skúli Pór Ingimundarson, viðskiptafræðingur: Brotajám - verðmæti - útflutningur Víða um land eru bílhræ og ann- að járnarusl dreift um allar jarðir til mikilla lýta fyrir umhverfið og alls staðar til trafala. í flestum tilvikum treysta eigendur þessa úrgangs sér ekki til að kosta upp á flutning hans til aðila, sem nýtt gæti málmana. Sífellt meira fellur til af brota- járni með hverju árinu, sem líður. Því má búast við verulegri upp- söfnun þessa úrgangs, verði ekkert aðhafzt til lausnar vandan- um. Mjög erfitt er að urða brota- málma vegna fyrirferðarinnar, auk þess sem menn telja sig eiga veruleg verðmæti fólgin í þeim og tíma því ekki að urða þá. Fyrirtæk- ið Sindra-Stál hf. hefur um árabil safnað og flutt út talsvert magn þess brotajárns, sem til hefur fall- ið, en þó aðeins lítið brot af allri heildinni. Á árinu 1984 voru flujt út 9.784 tonn af brotajárni að fob verðmæti kr. 21.810.000.- á verð- lagi þess árs. Á þessu ári hefur Sindra-Stál hf. stórlega dregið úr söfnun brota- járns og nánast alveg hætt mót- töku bílhræja. Þess í stað er mest- allt brotajárn af höfuðborgarsvæð- inu urðað í Gufunesi með tölu- verðri fyrirhöfn og kostnaði. Jarð- ýtu þarf til að pressa saman bíl- hræ, og mikið magn jarðefna þarf til urðunarinnar. Hér á eftir verður lýst hug- myndum að fyrirkomulagi að sam- vinnu um viðtæka söfnun og vinnslu brotajárns, sem öll sveitarfélög gætu séð sér hag i að taka þátt i. I brotajárni eru fólgin umtals- verð verðmæti samanber ofan- greindar útflutningstölur. Mark- aðsverð er þó ekki stöðugt og getur orðið of lágt, til þess að arð- bært geti talizt að safna og flokka málminn. Nánast enginn markaður er hérlendis fyrir brotajárn. Þar af leiðandi verður að flytja mest af því úr landi, og er það kostnaðar- samt vegna hárra flutningsgjalda. Samt sem áður verður hvort eð er að kosta til hreinsunarstarfsemi í formi söfnunar og urðunar. Lítum á, hvort ávinningur gæti orðið af fyrirkomulagi, sem hér verður nú lýst. Sé söfnun og vinnsla brota- málma starfrækt markvisst, spar- ast umtalsverður kostnaður og fyrirhöfn við urðun. Samvinna sveitarfélaga um söfnun brota- járns gæti farið fram þannig: Hvert sveitarfélag annast flutning tilfall- andi brotajárns á sérstakan safn- haug á eigin kostnað eða á kostn- að eigenda. Safnhaugar væru til dæmis ákjósanlegir í grennd við hafnir og þjóðbrautir. Eftir svo og svo langa uppsöfnun, t.d. eins árs, 50 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.