Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 64
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Fulltrúaráö Sambands íslenzkra sveitarfélaga var kvatt saman til aukafundar22. janúartil þess aö láta í té álit sitt á frumvarpi til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þ.e. þær breytingar, sem gert var ráö fyrir viö afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár. Hafði félagsmálanefnd neðri deildar Al- þingis óskaö eftir því í bréfi til sam- bandsins, aö fulltrúaráð þess léti sér i té álitsgerð um frumvarpið. Á fundinum var efni frumvarpsins rækilega rætt, og aö umræðum lokn- um samþykkt svofelld ályktun meö 15 atkvæöum gegn 5: „Fulltrúaráð og stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga komu saman til aukafundar í Reykjavík föstudag- inn 22. janúar vegna erindis félags- málanefndar neöri deildar Alþingis um álitsgjörð um frumvarp til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á þingskjali nr. 224, 194. mál neöri deildar. Stjórn sambandsins haföi ályktað um málið á fundi sínum 16. október sl. sem hérsegir: „Stjórn Sambands íslenzkra sveit- arfélaga hefur fjallað um tillögur um fyrirhugaða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, er fram koma í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1988. Stjórnin leggur áherzlu á, að með verkaskiptingartillögum í frumvarp- inu er stigið mikilvægt skref í átt til frekari breytinga á verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga. Jafnframt gerir stjórnin þá kröfu, að samhliða verði tryggðar nýjartekj- urtil að mæta þessum verkefnum. Stjórnin ítrekar þá kröfu sveitarfé- laga, sem margoft hefur verið sett fram, að skerðing á tekjum jöfnunar- sjóðs verði afnumin og þaki létt af tekjum sjóðsins. Stjórnin telur nauðsynlegt, að samhliða þessum aðgerðum verði gengið frá uppgjöri vegna samnings- bundinna verkefna, sem lokið er eða unnið að og varða þennan verkefna- flutning." Fulltrúaráðið tekur undir þá skoð- un stjórnarinnar, að mikilvægt sé að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveit- 58 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.