Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 6
Menningarmál Guðrím Jónsdóttir arkitekt FAÍ, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur: Gildi menningar og lista Oft hefur því verið haldið fram i mín eyru að fjármagni sem rennur til menningarmála væri betur varið til annarra hluta. Stundum örlar einnig á þeirri skoðun að listamenn séu baggi á þjóðfélaginu; þeir geti bara unnið eins og annað fólk. Sem betur fer eru menn farnir að sjá nokkuð að sér í þessum efnum. Nýlega gladdist ég yfir ummælum Ágústs Einarssonar prófessors þar sem hann vakti athygli á því að þáttur menning- arinnar í íslensku hagkerfi sé stórlega vanmetinn auk þess sem á því sviði séu gífurleg sóknarfæri. Það er heldur ekki tilviljun að sveitarfélög á Austurlandi sjá sér hag í því að gera samning við menntamálaráðuneytið um framlög til menningarmála. Þarna er verið að Qárfesta í mannauði og auðvelda lista- mönnum, sem margir búa við erfið skilyrði, að sinna mikil- vægu starfi sínu. Reykjavíkur- borg hefur varið myndarlegum Qárhæðum til menningarmála á undanfornum árum. Aðstaða rnargra safnanna hefur m.a. verið stórlega bætt hvað hús- næði og alla starfsaðstöðu snertir þannig að nú er hægt að sinna betur en áður þeirn fjöl- rnörgu gestum sem í söfnin korna og gera safnkostinum betri skil. Þáttur safnanna er sérstaklega athyglisverður þegar talað er urn menningu og listir. Þessar stofn- anir gera ekki mannamun. Þarna geta ungir sem aldnir, ríkir og fátækir notið fræðslu og upp- lifunar fyrir hóflegt verð. Auðgað andann og lífið verður innihaldsríkara. Mikilvægt er í þessum efnurn að gera sér ljóst hversu áríðandi það er að börn kynnist listum og menningu þjóðarinnar strax á unga aldri og fræðist um þessa hluti í skólanum. Nægir i því sambandi að benda á hversu tónlistarskólarnir hafa opnað augu margra barna og gefið þeim innsýn i heim tónlistar- innar, hvernig svo sem þau nýta Greinarhöfundur, Guðrún Jónsdóttir, er vara- borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá árinu 1994 og frá sama tima fonnaður menningarmála- nefndar Reykjavíkur. Hún hefur verið formaður byggingarnefndar Hafnarhúss v/flutnings Lista- safns Reykjavíkur í húsið svo og byggingar- nefndar Grófarlniss. Hún er arkitekt ogfélagi í Skipulagsfrœðingafélagi íslands og rekur eigin teiknistofu í Reykjavik. þá þekkingu síðar meir. Fræðsla um menningu og listir eykur skilning fólks á óendanlegu litrófi lífsins, opnar mörgum möguleika á að finna sjálfan sig og víkkar sjóndeildarhringinn. Með því að auka veg safnanna skapast einnig meiri möguleikar á því að kynna ekki aðeins heimamönnum heldur einnig er- lendum gestum okkar menningu. Sem kunnugt er stækkar gesta- hópurinn umtalsvert frá ári til árs. Á síðasta ári komu hingað til lands um 300.000 erlendir gestir, en talið er að innan fárra ára verði þeir orðnir um ein milljón. Samkvæmt reynslu ann- arra þjóða hefur a.m.k. þriðj- ungur þessara gesta áhuga á að njóta lista og skoða söfn meðan á dvölinni stendur. Menningartengd ferðamennska er einnig hugtak sem vert er að horfa til sem mikilvægrar atvinnugreinar. Því þarf að gæta vel og nýta af kostgæfni allt það fjölmarga sem við höfum upp á að bjóða í þeim efnum. Menningarlífið á Islandi er þróttmikið. Ef vel er á málum haldið er enginn vafi á því að þáttur menningarinnar í íslensku hagkerfi á eftir að eflast mikið. Það ánægjulega er að þessi þáttur nærist á auðlegð og orku sem býr í fólkinu sjálfu, löngun listamanna, hæfileikum þeirra og hæfni til að skapa ódauðleg verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.