Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 90
Umhverfismál
Hermann Þórðarson, forstöðumaður á Efnagreiningum, Keldnaholti, og
Brynjólfur Björnsson umhverjisver/frœðingur, Verkfrœóistofunni Hönnun hf:
Tilbúið votlendi - náttúruleg lausn
á fráveituvanda minni sveitarfélaga
Gerð er grein fyrir tilraun með hreinsun skólps
frá Sólheimum, Grímsnesi, í svokölluðu tilbúnu
votlendi (e. constructed wetland). Verkefnið var
unnið í samvinnu Sólheima í Grímsnesi, Hönnunar
hf. og Iðntæknistofnunar og stutt af Rannsóknaráði
íslands.
1. Inngangur
I ársbyrjun 1999 komu Sólheimar að máli við
Hönnun hf. og báðu um að skoðaðar yrðu aðferðir
við náttúrulega hreinsun fráveituvatns að Sól-
heimum. Sólheimar eru vistvænt byggðarhverfi þar
sem búa um 100 manns. Þar er rekin fjölbreytt at-
vinnustarfsemi, m.a. fimm fyrirtæki og íjögur
verkstæði auk Sólheimabúsins. Umhverfismál
skipa þar öndvegissess og áhersla lögð á lífræna
ræktun og endurvinnslu. Sólheimar höfðu fyrir
framkvæmdirnar hug á að koma á fót náttúrulegri
hreinsun fráveituvatns og vegna legu sinnar inni í
landi þurftu Sólheimar að leggja í gerð tveggja
þrepa hreinsunar fráveituvatns. Vegna áherslu Sól-
heima á umhverfismál var ákveðið að byggja nátt-
úrulegt hreinsivirki, fyrsta sinnar tegundar á Is-
landi.
Brynjólfiir Björnsson lauk
prófi í byggingaverkfrœði
frá Háskóla Islands árið
1994 og civ. ing.-prófi í
umhverfisverkfrœði frá
DTU í Danmörku 1997.
Hann hefur unnið sem
verkfrœðingur hjá Verk-
frœðistofunni Hönnun hf.
frá árinu 1997 og aðallega
starfað við hönnun á fráveitumannvirkjum og við
önnur tœknileg umhverfismál.
Hönnun gerði frumathugun á nokkrum náttúru-
legum aðferðum við hreinsun fráveituvatns frá Sól-
heimum. Ákveðið var að ráðast í gerð tilraunareita
tilbúins votlendis eftir þá frumathugun. Tilbúið
votlendi er votlendi sem gert er af manna höndum
og samkvæmt erlendri reynslu er slíkt votlendi ein-
föld, ódýr og góð aðferð við hreinsun fráveitu-
vatns, jafnvel þar sem vetur eru kaldari en hér á
landi.
Tilbúið votlendi
Fráveituvatni er hleypt á svæði, sem þétta verður
ef jarðvegur þar er ekki þéttur fyrir, og þar er
komið fyrir jarðefni (fínni möl eða grófum sandi)
og votlendisgróðri plantað í það. Gróðurinn sér um
að flytja súrefni að bakteríum í jarðveginum, sem
einnig setjast að á rótum plantnanna. Bakteríurnar
sjá síðan að mestu um að eyða lífrænni mengun.
Að auki á sér stað hreinsun og síun í jarðveginum.
Til eru tvær megingerðir tilbúins votlendis, ofan-
jarðarvotlendi sem byggist á yfirborðsflæði þar
sem skólpið flæðir í grunnum skurðum urn reitina
og svo neðanjarðarvotlendi sem byggist á flæði
fráveituvatns neðanjarðar í gegnum fyllingarefnið.
Hermann Þórðarson efna-
verkfrœðingur erforstöðu-
maður Efnagreininga,
Keldnaholti, sem er sameig-
inleg rannsóknastofa Rann-
sóknastofnunar landbúnað-
arins og lðntœknistofnunar.
Hermann hefur unnið hjá
Iðntœknistofnun frá árinu
1995 viðýmis verkefni á
m. a. mengunargreiningar,
nat á umhverfisáhrifum.