Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 99
Umhverfismál
Til að draga úr töfum vegna umferðarþrengsla
hafa flutningafyrirtæki í Gautaborg komið sér upp
mismunandi töxtum eftir borgarsvæðum. Þannig
kostar hver ekinn kílómetri í miðborginni fimmfalt
meira en í úthverfum.
Nánari upplýsingar um umferðarskrifstofu
Gautaborgar er að finna á:
http://www.trafikkontoret.goteborg.se/
Heimsókn til Tanum
Á leið sinni frá Gautaborg áleiðis til Stavanger
kom hópurinn við i sveitarfélaginu Tanum í
Nyrðra-Bóhúsléni á vesturströnd Svíþjóðar og
fræddist um helstu áherslur í Staðardagskrárstarf-
inu þar urn slóðir. Reyndar hafði hópurinn einnig
viðdvöl í Tanum á leiðinni til Gautaborgar og
skoðaði þá m.a. hellaristusafnið í Vitlycke, en þar
eru mestu hellaristur í Norður-Evrópu. Svæðið var
tekið inn á veraldararfslista UNESCO 1994, en á
þeim lista er m.a. að finna fyrirbæri á borð við
Galapagoseyjarnar í Ekvador, píramídana í Egypta-
landi og Versalahöll við París.
Sveitarfélagið Tanum er samsett úr nokkrum fá-
mennum þorpum, allstóru landbúnaðarsvæði og
gríðarlegri orlofshúsabyggð. íbúafjöldi er samtals
um 12.000. Landslag svæðisins þykir mjög fagurt,
ekki síst í skerjagarðinum sem einkennist af
ávölum klöppum.
Staðardagskrárstarfið í Tanurn hófst 1. janúar
1995. Fráveitumál hafa löngum verið mjög áber-
andi í starfinu, enda víða útilokað að grafa niður
lagnir, auk þess sem skerjagarðurinn er afar vin-
sælt útivistar- og veiðisvæði. Öll sumarhús sem
reist eru í Tanum verða að vera búin þurrsalernum
eða öðrum samsvarandi búnaði. Af öðrum við-
fangsefnum Staðardagskrár 21 í Tanum má nefna
votlendisverkefni og aðgerðir til að draga úr loft-
mengun frá umferð.
Nánari upplýsingar um Tanum er að finna á:
http://www.tanum.se. Upplýsingar um Staðardag-
skrárstarfið er að finna á sömu síðu undir
„MILJÖ“ og „Agenda 21“.
Synergi-21 í Stavanger
Eins og fram hefur komið var Norðurlandafór-
inni einkum heitið til Stavanger í Noregi til þátt-
töku í landsráðstefnunni Synergi-21. Ráðstefnan
var haldin dagana 17.-19. október 2001 og var
Frá Stavanger.
megintilgangur hennar að lita yfir þróun Staðar-
dagskrárstarfsins síðustu þrjú ár, þ.e.a.s. frá því
síðasta ráðstefna af þessu tagi var haldin í Fredriks-
stad, svo og að huga að framtíðinni, m.a. með tilliti
til heimsráðstefnunnar Ríó+10 í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku á hausti komanda. Ráðstefnuna í
Stavanger sóttu rúmlega 1.000 manns, aðallega
fulltrúar norskra sveitarfélaga, en einnig nokkur
hópur gesta frá öðrum löndum.
Ráðstefnan var haldin í glæsilegri sýningarmið-
stöð og var öll umgjörð hennar hin veglegasta.
Mikið var lagt upp úr því að halda neikvæðum um-
hverfisáhrifum ráðstefnuhaldsins í lágmarki og
endurspeglaðist sú viðleitni m.a. í vali á mat-
vælum, sem flest voru af lífrænum uppruna.
Tveir íslensku þátttakendanna á Synergi-21 ásamt Barböru
Samuelsen, verkefnisstjóra frá Heilsufroðiligu Starvsstovunni í
Færeyjum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Barbara Samuelsen,
Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri Sd21 á Akureyri, og
Hulda Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri Sd21 í Hafnarfirði.