Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 83

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 83
Fræðslumál Pétur Þór Jónasson, framkvœmdastjóri Eyþings: Nám í stjómun við Háskólann á Akureyri - nám samhliða starfi í september 2001 hófst þriggja missera nám í stjórnun við Há- skólann á Akureyri. Námið, alls 300 klst., er samstarfsverkefni Eyþings og simenntunarsviðs Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) og er skipu- lagt miðað við að það sé stundað samhliða starfi. Námslýsing og uppbygging námsins var unnin hjá Eyþingi en RHA tók að sér framkvæmd námsins samkvæmt samstarfs- samningi. Áform um námið voru kynnt forsvarsmönnum sveitarfé- laga í Eyþingi í upphafi árs 2001 með drögum að námslýsingu. Hugmyndin hlaut góðar viðtökur og því var undirbúningi málsins haldið áfram. Markhópur Námið er byggt upp miðað við að það sé hagnýtt fyrir fram- kvæmdastjóra og aðra stjórn- endur hjá sveitarfélögunum. Það byggir þó að stærstum hluta á efni og aðferðum sem eiga Höfundur var kynntur í 2. tbl. 2001. heima í öllum stjórnunarstörfum, hvort heldur er í opinberum rekstri eða einkarekstri. Námið á þannig að vera hagnýtt fyrir alla þá, jafnt sveitarstjórnarmenn og aðra, sem vilja auka yfirsýn sína og færni til að takast á við kreíj- andi stjórnunarverkefni. Þá er mikilvægur þáttur í náminu að saman komi fólk úr ýmsum áttum til að miðla af reynslu sinni. Ljóst er að þau svæði sem liggja fjarri höfuðborgarsvæðinu hafa setið effir hvað varðar að- gengi og þátttöku í lengri endur- menntun. Á það hefur verið bent að það eru fremur millistjórn- endur og sérfræðingar ýmiss konar sem afla sér endurmennt- unar heldur en yfirstjórnendur. Hver sem skýringin er stendur eftir sú staðreynd að mikilvægt er að stjórnendur leiti sér endur- menntunar til að viðhalda og bæta færni sína í starfi ekki síður en aðrir starfsmenn. í því þekkingarsamfélagi sem við lifum verður stöðugt mikilvæg- ara að fólk afli sér endurmennt- unar til að halda verðgildi sínu á vinnumarkaðnum. Mikilvægt er að stjórnendur á sveitarstjórnar- stiginu, jafnt og aðrir stjórn- endur, fylgist með og tileinki sér nýjungar í stjórnunaraðferðum. Námsefni og framkvæmd námsins Námið er byggt upp sem ein heild í Qórum efnisflokkum, samtals 300 klst., sem dreifast á þrjár annir. Námið svarar til 15 eininga á háskólastigi. Efnisflokkarnir eru eftirfar- andi: A. Fjármál, rekstur og áætl- anagerð (100 klst.). B. Upplýsingatækni (40 klst.). C. Stjórnsýsla (40 klst.). D. Stjórnun (120 klst.). í hverjum efnisflokki geta verið nokkur námskeið eða námsáfangar. Þannig skiptist fjármál, rekstur og áætlanagerð i hagfræði (20 klst.), flármál (40 klst.), áætlanagerð (20 klst.) og loks reikningsskil og ársreikn- inga (20 klst.). Stjórnsýsluhlutinn skiptist í opinbera stjórnsýslu (20 klst.) og árangursstjórnun og samninga- tækni (20 klst.). Undir stjórnun falla áfangarnir stjórnun og persónuleg hæfni (20 klst.), starfsmannastjórnun - stjórnun þekkingar og mannauðs (20 klst.), verkefnastjórnun (20 klst.), gæðastjórnun og þjónustu- gæði (20 klst.) og loks stefnu- mótun og stjórnun breytinga (40 klst.). Upplýsingatæknin (40 klst.) skiptist í nokkra efnishluta, þ.e. almennan hluta, forritahluta, vef- hluta og rafræna skjalastjórnun. Þá var í fyrstu námslotu nám- skeið í hópefli til að hrista nem- endahópinn saman og efla liðs- heildina. Það námskeið fellur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.