Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 74

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 74
488 Brunavarnir Anna Sigurðardóttir, framkvœmdastjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Islands: 530 milljónir í ágóðahlut til sveitarfélaga á fjórum árum Á fundi fulltrúaráðs Eignar- haldsfélagsins Brunabótafélag íslands hinn 21. febrúar 1998 samþykkti fulltrúaráðið að eitt af meginmarkmiðum félagsins yrði áfram að efla og stuðla að bættum brunavörnum í aðildar- sveitarfélögunum. í því skyni skyldi greiða árlega til sveitar- félaganna arð af rekstri félagsins í formi ágóðahluta sem nýttist sem framlag til forvarna. Skyldi miða hlutfall greiðslu ágóða- hlutar við hlutfall aðildarsveitar- félags að sameignarsjóði EBÍ. í framhaldi af þessu samþykkti fulltrúaráðið tillögu stjórnar fé- lagsins um greiðslu ágóðahluta í þessu skyni fyrir árið 1998 kr. 110 milljónir. Fól fulltrúaráðið jafnframt stjórninni að móta framtíðarskipan þessara mála. Söguleg þróun Er Brunabótafélag íslands hóf rekstur 1917 var strax hafin skoðun á framkvæmd bruna- varna, sbr. lög um brunamál frá 1907. í ljós kom að brunavarnir voru í lágmarki. Brunabótafé- lagið hafði forgöngu um að brunavarnaeftirlit komst á og ráðnir voru sérstakir eftirlits- menn sem Brunabótafélagið greiddi kostnaðinn við. í ársbyrjun 1934 gerði félagið öllum þeim sveitarstjórnum sem þá voru ekki búnar að koma á fót skipulegum brunavörnum það tilboð að félagið skyldi leggja fram fé til þess að kaup- túnin gætu komið brunavörnum sínum í það horf, sem hin al- mennu lög um brunamál áskildu, með eftirfarandi skilmálum: 1. Að brunavarnatækin væru ákveðin í samráði við eftir- litsmann ríkisstjórnarinnar um brunamál og skipulagi komið á allar brunavarnir kauptúnsins með hans urnsjá og íyrirsögn. 2. Að þeir afslættir sem kæmu til vegna hinna bættu bruna- varna skyldu ganga til greiðslu framlags félagsins til tækjanna svo lengi sem þyrfti til greiðslunnar. Á þennan hátt eignuðust sveit- arfélög slökkvitæki sín án þess að leggja fram sérstakt fjármagn til kaupanna og þannig hófst ágóðahlutarþátturinn. Einstakl- ingarnir sjálfir fengu engan af- slátt né arð, en sveitarfélögin fengu afsláttinn af iðgjöldum einstaklinga til greiðslu á bruna- vörnum. Síðan var það á grundvelli laga um brunatryggingar fast- eigna og laga um Brunabótafé- lagið að á árunum 1954 og 1955 var gefin út sérstök reglugerð um greiðslu ágóðahluta hjá B.í. og aftur með breytingum árið 1985. Á grundvelli þessara áfanga Anna Sigurðardóttir er viðskiptafrœðingur frá Háskóla Islands og lauk mastersprófi i opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Bandarikjunum árið 1990. Hún starfaði sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hornajjarðar og nágrennis til 1995 og síðan hjá Sveitaifélaginu Hornqfirði, m.a. sem frain- kvœmdastjóri stjórnsýslusviðs. Árið 1998 hófhún störf sem fjármálastjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Islands og tók við stöðufram- kvœmdastjóra félagsins í mars 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.