Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 21
Almenningsbókasöfn
Þátttakendur í ritsmiðju safnsins sumarið 2001.
Grófarhús
Þetta gamla pakkhús hlaut gott og grípandi nafn,
Grófarhús, sem minnir á að húsið stendur á upp-
fyllingu í Grófinni þar sem var uppsátur fyrir báta
Víkurmanna, Hlíðarhúsamanna og Grjótamanna.
Húsið var formlega opnað á afmælisdegi Reykja-
víkurborgar hinn 18. ágúst á menningarborgarári
og var opið almenningi á Menningarnótt í mið-
borginni daginn eftir. Starfsemi bókasafnsins hófst
nokkrum vikum síðar eða 8. september.
Borgarbókasafn hefur til umráða 2894 m2 auk
hluta sameignar sem er 975 m2. Svæði fyrir gesti
bókasafnsins er á 1., 2. og 5. hæð en aðalskrifstofa
er á 4. hæð og i sameign á 6. hæð er kaffistofa og
„Sigríður" eftir Sæmund Valdimarsson á 2. hæð.
mötuneyti ásamt sýningar- og fyrirlestrasal,
Grófarsal.
í þessu nýja húsnæði sex- til sjöfaldast rými fyrir
gesti frá því sem var í Esjubergi og aðstaða öll
hefur gjörbreyst til hins betra bæði fyrir gesti og
starfsmenn. Það er einnig ómetanlegt að fjórar
menningarstofnanir borgarinnar skuli nú vera hlið
við hlið í miðborginni, þ.e. Borgarbókasafn, Borg-
arskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur
í Grófarhúsi og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
við hliðina.
Safnið er opið virka daga frá kl. 10-20 (19 á
fostud.) og um helgar frá kl. 13-17. Starfsmenn
Borgarbókasafns í Grófarhúsi eru nú um 45 en alls
vinna um 60 manns í húsinu öllu. Aðsókn hefur
aukist um 100% miðað við gamla Esjuberg og
jafnframt hefur heildaraðsókn að öllum söfnum
Borgarbókasafns aukist um 28% milli áranna 2000
og 2001.
Meðal nýjunga í Grófarhúsi má nefna:
Reykjavíkurtorg er góður upphafsstaður til að
kynna sér lífið í borginni, fyrirtæki og stofnanir,
félög, námskeið, menningarviðburði og það sem
efst er á baugi hverju sinni, bæði á vegum Reykja-
víkurborgar og annarra. Sögulegur fróðleikur um
Reykjavík af ýmsu tagi er nægur í Grófarhúsi,
m.a. í skjölum og ljósmyndum hjá sambýlis-
stofnunum okkar. A Reykjavíkurtorgi eru auk þess
haldnir minni fundir og sýningar sem tengjast
Reykjavík.
Leskaffi með sjálfsölu er með góðri aðstöðu til
að lesa islensk og erlend dagblöð og tímarit.