Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 66
480 Öryggismál (1994, 1995), Súðavík (1995), Flateyri (1995) og Bolungarvík (1999). Ekki var unnt að fá upplýsingar um bætur sem greiddar voru fyrir 1983, nema fyrir flóðin í Neskaupstað 1974, og er sá kostnaður ekki talinn með í töflunni. Kostnaður, sem eigendur hafa sjálfir þurft að bera, er heldur ekki talinn með en hann er um 5% fyrir hús í einkaeigu. Tjónamatið innifelur tjón í dreifbýli (tjón á sveitabæjum, rafmagns- og símalínum og skíðalyftum), en kostnaður við aðgerðir vegna slíkra tjóna og kostnaður sem leiðir af truflunum af þeirra völdum, t.d. rafmagnsleysi, er ekki talinn með. Tjónabætur, sem greiddar voru fyrir 1983 og eru ekki meðtaldar, kostnaður sem eigendur hafa sjálfir borið og kostnaður við aðgerðir vegna tjóna í dreifbýli má ætla að nemi nokkrum hundruðum milljóna króna og er sá kostnaður því mun minni en kostnaðurinn sem sýndur er í 4. töflu. Tjón sem hlýst af röskun á högum og á daglegu lífi vegna snjóflóðaslysa er ekki metið sérstaklega. Venjulegt líf í samfélagi nokkur hundruð manna fer í slíkum slysum meira eða minna úr skorðum. Auk þess fylgir í kjölfarið tímabil þar sem stór hluti íbúanna er upptekinn við að skipuleggja björgun, taka þátt í endurbyggingu mannvirkja og þátttöku í öðrum aðgerðum vegna slyssins. Kostnaður við varnaraðgerðir í kjölfar slysanna 1995 var Ofanflóðasjóður styrktur verulega. Sjóðurinn veitir fé til byggingar varnarvirkja og uppkaupa húsa á hættusvæðum. Sjóðurinn veitir einnig fé til rannsókna og kostar hættumat. Sjóðurinn greiðir allt að 90% af kostn- aði við varnarvirki gegn snjóflóðum og skriðu- fóllum. Afgangur kostnaðarins, 10%, er greiddur af þeim bæjarfélögum sem í hlut eiga. Þar sem reisa þarf mjög dýr varnarvirki miðað við umsvif bæjar- félagsins er hægt að sækja um aukinn stuðning frá ríkinu. Arið 1996 var tekin saman á Veðurstofunni skýrsla um þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á ís- landi. Á grundvelli þessarar skýrslu gerði umhverf- isráðuneytið í samráði við sveitarstjórnir áætlun um uppbyggingu varnarvirkja. Áður en áætlunin var gerð samþykktu sveitarfélögin forgangsröðun milli svæða sem tekin voru til athugunar. 5. tafla sýnir kostnað við flutning byggðar og byggingu varnarvirkja eftir snjóflóðin 1995 (miðað við verðlag í ágúst 2000). 5. tafla. Kostnaður við uppkaup, flutning byggðar og byggingu varnarvirkja 1995-2000: Staðsetning Milljarðar króna Súðavík (flutningur byggðar) 0,81 Hnífsdalur (uppkaup húsa) 0,23 Flateyri (leiðigarðar, lokið 1998) 0,44 Siglufjörður (leiðigarðar, lokið 1999) 0,33 Neskaupstaður (garðar og upptakastoðvirki) 0,55 Ýmis kostnaður 0,13 Samtals 2,5 Auk verkefnanna sem talin eru upp í 5. töflu hefúr farið fram frumathugun á snjóflóðavömum í Seljalandshlíð á ísafirði, á svæðinu undir Bjólfi á Seyðisfirði, neðan Geirseyrargils á Patreksfirði, í Bolungarvík og á Siglufirði norðan Strengsgilja. Bygging varnarvirkja er ekki hafin á þessum svæðum. Á Siglufirði hefur auk þess verið unnið að rannsóknum á upptakastoðvirkjum m.t.t. ís- lenskra aðstæðna. Kostnaður vegna frumathugan- anna og kostnaðar við tilraunaverkefnið á Siglu- firði er talinn sem ýmis kostnaður í 5. töflu. Taflan sýnir að kostnaður við byggingu varna er nú um 60% og kostnaður við flutning byggðar og uppkaup húsa á hættusvæðum er um 40% heildar- kostnaðar við varnaraðgerðir sem gripið hefur verið til síðan 1995. Nýleg varnarvirki á Flateyri og Siglufirði hafa þegar orðið fyrir snjóflóðuin samtals Qórum sinnurn á þremur vetrum sem liðnir eru frá bygg- ingu þeirra. Á 6. og 7. mynd eru sýndar útlínur flóðanna sem lentu á görðunum á Flateyri 1999 og 2000 og á Siglufirði 1999 og 2001. Útlínur mann- skaðaflóðsins á Flateyri 1995 eru einnig sýndar á 6. mynd. Snjóflóðið úr Skollahvilft 1999 var um- talsvert minna en flóðið 1995. Það hefði því vænt- anlega ekki valdið tjóni þótt varnarvirkin hefðu ekki verið byggð sökum þess að ekki hafa verið reist ný hús í stað þeirra sem flóðið 1995 eyddi. Affur á móti er hugsanlegt að snjóflóðið sem féll árið 2000 úr Innra-Bæjargili (6. mynd) hefði náð inn í byggðina og skemmt nokkur íbúðarhús. Einnig er mögulegt að flóðið 1999 úr Ytra-Strengs- gili á Siglufirði (7. mynd) hefði náð byggðinni ef leiðigarðurinn hefði ekki beint því frá bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.