Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 98
Umhverfismál
Sýningarbás Ekocentrum í Gautaborg, þar sem hringrás vatns
er útskýrð á myndraenan hátt.
gangs og í skrifstofuhaldi, auk sparneytinna bíla,
kynningar á umhverfismerkjum, fræðslu urn gróð-
urhúsaáhrif og aðstöðu til kennslu barna og ungl-
inga. Stefnt er að því að flytja starfsemina í stærra
húsnæði fljótlega, enda er töluverð eftirspurn eftir
þeirri þjónustu sem miðstöðin veitir.
Nánari upplýsingar um Ekocentrum er að finna á:
http://www. ekocentrum.nu/
Umhverfisvottun smáfyrirtækja
(Miljödiplomering)
í Gautaborg gafst ferðalöngunum kostur á að
kynna sér kerfi, sem umhverfisskrifstofa Gauta-
borgar hefur byggt upp til að votta umhverfisstarf
smáfyrirtækja. Hlýtt var á fyrirlestur þeirra sem
annast vottunina af hálfu borgarinnar, og auk þess
var eitt hinna vottuðu fyrirtækja, Kaffekompaniet,
heimsótt.
Frá því á árinu 1995 hafa fyrirtæki á Gautaborg-
arsvæðinu getað fengið umhverfisvottun frá um-
hverfisskrifstofu borgarinnar. Til verkefnisins var
upphaflega stofnað í tengslum við heimsmeistara-
mótið í frjálsum íþróttum 1995. Viðkomandi fyrir-
tæki þurfa að uppfylla ýmsar kröfur, svo sem varð-
andi umhverfisstefnu, framkvæmdaáætlanir, hús-
næði, notkun efna, skrifstofur, innkaup, flokkun
úrgangs, umbúðanotkun, ferðalög og flutninga,
markaðssetningu og umhverfisfræðslu fyrir starfs-
fólk. Um er að ræða vottun, sem hentar einkurn
litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eiga erfitt
með að koma sér upp kerfi í samræmi við
ISO14001-staðalinn eða EMAS-reglugerðina.
Vottun er veitt til eins árs í senn. Nú nær verkefnið
til 13 sveitarfélaga á Gautaborgarsvæðinu, auk 13
sveitarfélaga annars staðar í Svíþjóð. Fjöldi vott-
aðra fyrirtækja á Gautaborgarsvæðinu er nokkuð á
annað hundrað. Frá haustinu 1999 hefur einnig
verið hægt að fá þessa vottun fyrir fasteignir sem
uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði.
Nánari upplýsingar um Miljödiplomering er m.a.
að finna á:
h ttp ://www. miljo. goteborg. se/
Græn innkaup Gautaborgar
Græn innkaup Gautaborgar eiga sér langa sögu,
enda borgin einn af frumkvöðlunum á þessu sviði í
Svíþjóð. Sérstakt fyrirtæki í eigu borgarinnar,
Göteborgs Stads Upphandling AB, sér nú um öll
innkaupamál. Fulltrúi fyrirtækisins kynnti þessi
mál fyrir íslensku gestunum á fundi í húsnæði
Ecoplan AB, en þar hefur einnig verið unnið mikið
starf í tengslum við græn innkaup sveitarfélaga.
Nú eru um 10 ár síðan markvisst starf hófst við
græn innkaup Gautaborgar. Innkaupasamningar
með áherslu á umhverfislegt ágæti vöru og þjón-
ustu ná nú til um 250 efnisflokka og 500 birgja.
Gagnlegar upplýsingar um græn innkaup í Sví-
þjóð er m.a. að finna á:
http://affi.sema.se/eku/,
http://www.sou.gov.se/eku/ og
http://www.y. komforb.se/projekt/mau/
Umferðarskrifstofa Gautaborgar
í fyrirlestri umhverfisstjóra umferðarskrifstofu
(gatnamálastjóra) Gautaborgar var sagt frá áherslu
embættisins á umhverfismál. Stefnt er að því að
árið 2003 verði komnir 10.000 umhverfisvænir
bílar á götur borgarinnar. Reyndar er ólíklegt að
það markmið náist fyrr en á árinu 2005. Borgar-
stjórnin hvetur stofnanir sínar til kaupa á slíkum
bílum, og í hvert sinn sem öðruvísi bíll er keyptur
ber viðkomandi stofnun að greiða 2.000 SEK í
sjóð til umhverfisvænni bílakaupa. Umhverfis-
vænir bilar hafa aðgang að fríum bílastæðum, og
einnig má nefna að á vissum svæðum í miðborg-
inni verða allir leigubílar að standast tilteknar um-
hverfiskröfur. Svipað gildir einnig um flutninga-
bíla, og bann hefur verið sett við notkun tiltekinna
mengandi vinnuvéla i miðborginni. Þá er ætlunin
að þegar á árinu 2002 verði allir strætisvagnar í
miðborginni knúnir endurnýjanlegu eldsneyti.