Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 20
Almenningsbókasöfn
Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Borgarbókasafni Reykjavíkur:
Nýtt aðalsafh
Borgarbókasaíns Reykjavíkur
Aðdragandi
Flutningur aðalsafns Borgarbókasafns Reykja-
víkur í Grófarhús við Tryggvagötu átti sér langan
aðdraganda, en safnið hafði verið til húsa í Esju-
bergi, Þingholtsstræti 29a, frá árinu 1954 og síðar
einnig í leiguhúsnæði við sömu götu.
Árið 1967 var farið að ræða um að byggja nýtt
hús fyrir aðalsafn á því svæði sem í daglegu tali er
nefnt Kringlan. Eftir að teikning af um 5.800 m2
nýbyggingu í Kringlunni var lögð til hliðar voru
gerðar nýjar forsagnir á árunum 1981-1986 þar
sem rýmisþörf var áætluð um helmingi minni.
Ekkert varð af þessum framkvæmdum en
ánægjulegt er að geta þess að nú hefur Kringlusafn
opnað þar í viðbyggingu við Borgarleikhúsið á
þessum sama stað.
Um tíma stóð til að flytja aðalsafn í Morgun-
blaðshúsið, Aðalstræti 6, en borgin hafði keypt
eignarhlut Árvakurs í húsinu árið 1994. Á hinn
bóginn kom i ljós að það húsnæði hentaði illa
undir bókasafn svo ekkert varð úr flutningnum
þangað.
Árið 1997 var samþykkt í borgarráði að flytja
safnið í Tryggvagötu 15 sem Reykjavíkurborg hafði
eignast árið 1989 þar sem það yrði í sambýli með
Borgarskjalasafni og Ljósmyndasafni Reykjavíkur
og var strax sama ár hafist handa við að gera við-
eigandi breytingar á húsinu. Húsið að Tryggvagötu
15 var byggt af Sambandi íslenskra samvinnufé-
I Anna Torfadóttir lauk
BA-prófl í bókasafnsfrœði
og bókmenntafræði frá
I Háskóla íslands 1976 og
I JH mastersprófi i stjórnun frá
■K Háskólanwn í IVales 1995.
Hún hefur starfað við
Borgarbókasafn frá 1978
»■ og tók við starfi borgar-
bókavarðar l.janúar 1998.
laga árið 1930 sem vörugeymsluhús. Það var upp-
haflega þrílyft hús en síðar var bætt við það þremur
hæðum og grunnflötur þess stækkaður um helming
þannig að nú er það 5.600 fermetrar á sex hæðum.
Til að standa sem best að verki við að hanna nýtt
safn var farið yfir staðla varðandi bókasafnshús-
næði og -búnað og leitað í smiðjur innlendra og er-
lendra aðila sem höfðu staðið í sömu sporum.
Myndaðir voru vinnuhópar starfsmanna sem skiptu
með sér verkum við að skipuleggja hverja deild um
sig. Rýmisþörf var metin og hvaða búnað þyrfti til
að hanna nútímalegt bókasafn í hjarta borgarinnar.
Gripið var til sérstakra aðgerða til að efla liðs-
anda starfsmanna fyrir flutningana. Ekki var
einungis verið að flytja 160 þúsund eintaka safn í
nýtt húsnæði heldur var einnig verið að sameina
starfsemi sem hafði verið aðskilin í tvo áratugi í
einu húsi. Áhersla var lögð á að þessi sameining
gengi sem best og menn legðu jákvæðir af stað inn
í nýjar aðstæður.
Að ýmsu er að hyggja þegar svo stórt bókasafn
er flutt. Eignatalning var gerð og safnkosturinn
þjófavarinn um leið og honum var pakkað niður í
kassa. Markvisst var farið yfir safnkostinn og úrelt
eða illa farið efni afskrifað og nýtt keypt. Einkum
var erlendi safnkosturinn endumýjaður rækilega.
Nýjungar í starfsemi kalla á nýjan safnkost, t.d. á
sviði tónlistar, kvikmynda, myndlistar og efhis
fyrir unglinga. Það var metnaðarmál starfsmanna
að safnkosturinn væri sem bestur á nýjum stað.
Til að létta starfsmönnum flutninginn voru gestir
safnsins beðnir um hjálp.
Seinustu vikurnar í Esjubergi voru þeir hvattir til
að taka sem mest að láni og skila ekki fýrr en á
nýja staðnum, Grófarhúsi. Þeir tóku þessu afar vel
og fóru klyfjaðir heim og þegar safninu í Esjubergi
var lokað þann 30. júní vom hillur orðnar hálf-
tómar. Það var með blendnum hug sem starfsmenn
og gestir kvöddu þetta fallega gamla hús, því þrátt
fyrir þrengslin áttu menn þaðan góðar minningar.