Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 30
Héraðsskjalasöfn Leo Ingason héraðsskjalavörður, Kópavogi: Héraðsskjalasafn Kópavogs Hlutverk og starfsemi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum 24. október 2000 að stofna héraðsskjalasafn sem verður til húsa í Hamraborg 1. Jafnframt var þá af- greidd samþykkt fyrir safnið sem undirrituð var 29. október 2000 af Sigurði Geirdal bæjarstjóra af hálfu Kópavogsbæjar og af Olafi Asgeirssyni þjóð- skjalaverði fyrir hönd stjórnarnefndar Þjóðskjala- safns íslands hinn 12. desember 2000. Hlutverk skjalasafnsins og héraðsskjalavarðar er skilgreint í reglugerð um héraðsskjalasöfn og lögum um Þjóð- skjalasafn íslands og tekur jafnframt mið af upplýsingalögum og stjórnsýslulögum m.a. Ræða má um þrenns konar hlutverk: a) Skjalastjórnunar- legt hlutverk í daglegum rekstri sveitarfélagsins; b) menningarlegt og sagnfræðilegt hlutverk gagnvart heimildum um sögu safnssvæðisins og c) eftirlits- hlutverk með stjórnsýslunni. Leo Ingason er cand. mag. í sagnfrœði frá Háskóla Is- lands með áherslu á skjala- söfn og skjalfrœði og einnig bókasafns- og upplýsingafrœð- ingurfrá sama skóla. Að hluta varfyrrnefnda námið tekið við University of Maryland og George Mason University i Virginiu, Bandaríkjunum. Stundaði um tíma doktorsnám við Ábo Akademi í Finnlandi og Nordisk Forskeruddanningsakademi. Hann hefur starfað við kennslu og ráðgjöf á sínu sviði og skjalarannsóknir, m.a. í Hollandi, USA og á Norðurlöndum. Vann um tima við handritadeild Li- brary of Congress og við National Archives and Re- cords Administration, þjóðskjalasafn USA. Hann hefur lengst af verið bæjarskjalavörðurfyrir Kópa- vogsbœ og er nú héraðsskjalavörður þar. I hjá- verkum hefur hann m.a. sinnt heimildarannsóknum um íslensk-hollensk samskiptifyrr á öldum. Jafnframt því að reka héraðsskjalasafn að Hamraborg 1 heyrir safninu til skjaladeild á ijár- mála- og stjórnsýslusviði, aðalskrifstofu sveitarfé- lagsins í Félagsheimili Kópavogs og skjala- geymslur bæjarins að Hamraborg 14A. Safnið heyrir undir ljármála- og stjórnsýslusvið bæjarins sem er nokkuð timanna tákn því stjórnsýslulegt vægi og hlutverk skjalasafna eykst sífellt þótt hinn menningarlegi þáttur blómstri áfram og hlúð verði að honum. Þannig hlýtur safnið í raun að hafa þvertengingu i skipuriti bæjarkerfisins yfir í annað yfirsvið: fræðslu- og menningarsvið, og samvinna hlýtur að vera við stofnanir þess sviðs. Þrjár mann- eskjur starfa við safnið nú í fostu starfi en að auki hefur fleira fólk komið að vinnu við það með óreglubundnari hætti. Héraðsskjalavörður situr í Hamraborg 1 ásamt einum fulltrúa og annar fúlltrúi í skjalasafni heldur utan um skjaladeild á aðalskrif- stofu að Fannborg 2. Húsnæði héraðsskjalasafns er um 175 fermetrar i Hamraborginni. Því til viðbótar er um 100 fm skjalageymsla handan götunnar og pláss á aðalskrifstofu í félagsheimili er um 35 fm. Hillumetrar eru sem stendur hátt í 2000. Safnið er í sinni núverandi aðstöðu til bráðabirgða. Mikið magn skjala liggur fyrir hjá Kópavogsbæ og skjala- framleiðsla þessa hátt í 25.000 manna bæjarfélags er talin munu verða um 200 hillumetrar á ári næstu ár og þótt ekki sé allt varðveitt til frambúðar þá er það mat sérfræðinga að safnið þurfi 800 fm hús- næði í skjalageymslur og 150 fm í nærrými. Hér er því um upphaf að ræða en menn líta nú þegar til varanlegri lausna, hvort sem þær felast í því að fá meira húsnæði á núverandi stað, fara í annað og stærra húsnæði á vegum bæjarins eða að hreinlega verði byggt yfir safnið. Allir þessir kostir hafa verið til umræðu. Unnið er að viðamikilli skjalaút- tekt í samráði við tölvufyrirtæki og drög hafa verið lögð að vefsiðu íyrir safnið. Safnið heyrir rekstrar- lega undir Kópavogsbæ og faglega undir Þjóð- skjalasafn íslands. Það fær nokkurt framlag af ijár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.