Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 39
Samgöngumál
til hið nýja fyrirtæki hóf form-
lega rekstur. Að hluta til má
skýra hinn skamma „meðgöngu-
tíma“ með því að sveitarfélögin
nutu ákveðinnar forvinnu sem
Reykjavík hafði staðið fyrir með
því að láta gera heildarúttekt á
almenningssamgöngum á höfuð-
borgarsvæðinu og vinna að til-
lögugerð í því sambandi. Að
öðru leyti gekk málið þannig
fyrir sig að um mánaðamótin
janúar-febrúar var samþykkt til-
laga þess efnis að ganga til sam-
starfs um stofnun félagsins.
Þannig var strax í upphafi um
ákveðna skuldbindingu að ræða,
en hlutverk og tilgangur félags-
ins var jafnframt skilgreindur í
stórum dráttum í tillögunni. í
kjölfarið var settur á laggirnar
undirbúningshópur skipaður full-
trúum allra sveitarfélaganna, en
hlutverk hans var að vinna að
nánari útfærslu stofngagna fé-
lagsins, stofnsamnings og eig-
endasamkomulags, sem hafði að
geyma fyllri ákvæði um ýmis
praktisk mál, s.s. skiptingu
rekstrarkostnaðar, yfirtöku verk-
efna og eigna og útfærslu leiða-
kerfis og gjaldskrár. Þegar hóp-
urinn hafði skilað af sér voru
samningarnir lagðir fyrir við-
komandi bæjarstjórnir um páska-
leytið og loks undirritaðir form-
lega hinn 7. maí. Raunverulegur
undirbúningur að yfirtöku hins
nýja fyrirtækis, eftir að endan-
lega var búið að ákveða stofnun
þess, tók því aðeins tvo mánuði,
þar sem þegar hafði verið
ákveðið að félagið tæki til starfa
hinn 1. júlí. Af hálfu okkar sem
að undirbúningnum stóðu skipti
það afar miklu að standa við
allar tímasetningar. Kom þar
tvennt til. í fyrsta lagi er sumar-
leyfistíminn almennt heppilegur
tími til þess að koma svona
Samkomulagið um stofnun Strætó bs. staðfest með því að klippa á borða. Það gera,
talið frá vinstri, Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar, Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar,
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, og Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
breytingum á, þar sem þá gefst
borð fyrir báru að sníða af hugs-
anlega vankanta áður en skól-
arnir hefjast á haustin. í öðru
lagi er það afar þýðingarmikið
gagnvart starfsfólki að yfir-
gangstíminn sé sem allra
skemmstur þar sem allar breyt-
ingar eru til þess fallnar að vekja
óöryggi hjá starfsfólki, óháð því
hvort búið er að tryggja því
óbreytt kjör með skuldbindandi
hætti eins og hér á stóð.
Helstu verkefni
Eins og segir í stofnsamningi
Strætó bs. eru helstu verkefni
fýrirtækisins að sinna almenn-
ingssamgöngum á svæðinu öllu
með einu leiðakerfi og einni
gjaldskrá. Þá er í stofngögnum
sameiginleg skuldbinding til
þess að efla almenningssam-
göngur, bæta þjónustu og auka
hagkvæmni, en m.a. er gert ráð
fyrir auknum og samræmdum
forgangi í umferðinni. Unnið er
að endurskoðun leiðakerfisins
frá grunni og upptöku rafræns
greiðslukerfis og er reiknað með
að hvort tveggja verði tekið upp
á miðju sumri 2003. Þá er fyrir-
tækinu ætlað að hafa yfirumsjón
með Ferðaþjónustu fatlaðra og
hefur fyrirtækið nú þegar tekið
yfir umsjón með akstri fatlaðra
skólabarna sem SSH sá um áður.
Fyrirtækinu er jafnframt ætlað
að vera sameiginlegur málsvari
sveitarfélaganna gagnvart ríkis-
valdinu, en í þeim efnum er verk
að vinna að bæta rekstrarskilyrði
greinarinnar. Loks hefur fyrir-
tækið lagt í það metnað sinn að
fylgjast með nýjungum í öllu því
sem snertir starfssvið þess og
hefur m.a. tekið við ECTOS
verkefninu af Reykjavíkurborg,
þ.e. tilraunaverkefni með þrjá
vistvæna vetnisstrætisvagna í
samvinnu við íslenska Nýorku
ehf., DaimlerChrysler, Shell Int-
ernational og Norsk Hydro. Gerð
hefur verið lausleg skoðun á því
hvort einhvers konar spor-
bundnar samgöngur geti verið
lausn fyrir okkur. Sú athugun
virðist gefa tilefni til að skoð-
aðar verði frekar svokallaðar
léttlestar (ný kynslóð sporvagna)
sem hugsanlegur kostur, en þær
hafa mjög rutt sér til rúms í