Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 16
Samtalið Ifltorade GatyadB Margir viðburðir í borginni voru á árinu tengdir menningarborg arárinu. Borgarstjóri ræsir Reykjavíkurmaraþonið 19. ágúst. Ljósm. Unnar Stefánsson. Einir 15 viðburðir voru sameiginlega á dagskrá beggja. Að öllu samanlögðu má auðvitað telja að flutningur Baldurs eftir Jón Leifs og Svanavatnsins í uppfærslu San Francisco ballettsins undir list- rænni stjórn Helga Tómassonar gnæfi hátt. Verk- efnin voru samtals 284 og einstakir viðburðir yfir 2500 og talið að hálf önnur milljón manna hafi sótt þá. Eg vil heldur leggja áherslu á hversu víðtæk starfsemin var og þátttakan almenn. Þannig var eitt ijölmennasta verkefnið, Listamenn í skólum, á vegurn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þar sem 30 listamenn komu að sköpun listaverka á hinum ýmsu sviðum með 15 þúsund grunnskólanemum og kennurum þeirra. Mörgum þykir vafalaust eftir- nrinnilegust menningarnóttin 18.-19. ágúst, öðrum ljósahátíð eða þá kórsöngur 2000 barna á Arnar- hóli og svo mætti lengi telja. Þá er líka rétt að hafa í huga að á árinu var haldið upp á þrjú afmæli menningarstofnana, fimmtíu ára afmæli Þjóðleik- hússins, fimmtíu ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar íslands og þrjátíu ára afmæli Listahátíðar í Reykja- vík. Þessi afmælisbörn áttu ríkan þátt í að gera við- burði menningarborgarársins fjölbreytta.“ - Hve mikið kostuðu atburðir menningarborgar- ársins? „Strax og undirbúningur menningarborgarársins hófst var mikil áhersla lögð á vandaðan undirbúning, einkum að því er snerti ijárhagshliðina. Það var enda nauðsynlegt vegna þess fyrirvara sem á þurfti að hafa vegna styrkumsókna til tilraunasjóðs Evrópu- sambandsins sem settur var á stofn vegna menn- ingarborga árið 2000 og til Norræna menningar- sjóðsins. Báðir þessir sjóðir veittu myndarleg fram- lög til nokkurra verkefna, s.s. uppfærslunnar á Baldri. Þegar í október 1998 var gert samkomulag milli borgarinnar og ríkisins um ijárhagsramma menningarborgarársins á þá lund að borgin legði verkefninu til 275 millj. króna, ríkissjóður 235 millj. kr. og verkefnið sjálft aflaði sér 100 millj. kr. Áætlað var að 80 millj. kr. færu í almennan rekstur, 105 millj. til kynningar heima og erlendis og 425 millj. til einstakra verkefna, m.a. sameignlegra verk- eíha M2000 og einstakra sveitarfélaga. Þess var vand- lega gætt að öll verkefni héldust innan áætlunar og jafhan væri borð fyrir báru. Þá tókst einstaklega vel samstarf við finun fyrirtæki sem nefnd voru máttar- stólpar menningarborgarársins og sex aðra sam- starfsaðila sem áttu góðan þátt í kynningu á M2000 og einstökum viðburðum ársins. Sérstakt fjármála- ráð hélt traustum höndum um fjármálahlið menn- ingarborgarverkefnisins og stóð að öflun styrktar- aðila þess. Ég hygg að aldrei áður hafi tekist jafn viðamikið samstarf opinberra aðila og einkaaðila um verkefni á sviði menningarmála og mér er til efs að íslensk menning hafi í annan tíma fengið jafn mikla og góða kynningu á erlendum vettvangi. Velta menningarársins nam um 644 milljónum króna. Þegar Ijóst varð að afgangur yrði af rekstri verkefnisins lagði stjórn þess til að hann yrði lagður í sérstakan sjóð, menningarborgarsjóð sem veitti styrki til nýsköpunar á sviði lista, menningar- verkefna á landsbyggðinni og til menningarverk- efna fyrir börn og ungt fólk og var það samþykkt af ríki og borg. Sjóðurinn hefur tekið til starfa og auglýst eftir verkefnum. Meðal þess lærdóms sem draga má af menningarborgarverkefninu er að afar nauðsynlegt er sveitarfélögum og öðrum sem ætla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.