Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 58
Erlend samskipti Pétur S. Jóhannsson bœjarfulltrúi, Snæfellsbœ: Vinabæjatengsl milli Olafsvíkur og Vestmanna í Færeyjum Sumarhátíðin Færeyskir dagar í Ólafsvík voru fyrst haldnir í ágúst árið 1998. Upphafið að henni var sú að þrír Færeyingar og makar þeirra sem búa í Ólafsvík tóku sig saman um veturinn 1998 og hófu undirbúning ásamt öðru fólki úr Ólafsvík. Sumarhátíðir sem þessar hafa verið að festa sig í sessi í mörgum bæjarfélögum á landinu. Hafa þær verið mikil lyftistöng fyrir alla bæjarbúa og ekki síst fyrirtæki sem vinna að margs konar þjónustu fyrir ferðamenn. Bærinn fyllist af fólki og ekki hvað síst af brottfluttu fólki sem vill hafa gott sam- band við heimabyggðina. Það var engin tilviljun að þessi hátíð hafi verið tileinkuð Færeyingum. Færeyingar tóku mikinn þátt í að byggja Ólafsvík upp. Á árunum frá 1954 og alveg til ársins 1980 komu Færeyingar til starfa á vertíðarbátum frá Ólafsvík. Flestir voru þeir árið 1958. Það ár voru um 120 Færeyingar í Ólafsvík eða um nær 20% af bæjarbúum og settu þeir mikinn og góðan svip á bæinn. Árið 1999 kom fram tillaga í bæjarstjórn Snæfellsbæjar um að stofna til vinabæja- sambands við bæ í Færeyjum. Fyrir valinu varð bær- inn Vestmanna en það er 1400 manna bæjarfélag á Straumey. Þegar Færeysku dagarnir voru haldnir árið 2000 var svo undirritaður vinabæjasamningur milli bæjarfélaganna og komu bæjarstjórnarmenn frá Vestmanna til Ólafsvíkur vegna þess. Þetta var mjög ánægjulegur viðburður og mun hann efla mjög samskipti milli landanna ef að líkum lætur. Pétur S. Jóhannsson Jluttist frá Skagaströml lil Ólafsvíkur á árinu 1967, hefur verið svæðisstjóri ■ Vátiyggingafélags Islands í Snœfellsbœ frá árinu 1998 og bœjarfulltríii þarfrá L upphafi núverandi kjörtima- bils á árinu 1998. Hann er einn af forsvarsmönnum Færeyskra daga í Ólafsvík. Prestarnir sr. Inga Poulsen Dam og sr. Óskar H. Óskarsson stjórnuðu útimessu á Færeyskum dögum I Ólafsvík 2001. Við allan undirbúning hefur verið haft gott sam- band bæði við aðila úti í Færeyjum og Færeyinga- félagið í Reykjavík og margir þeirra hafa komið á hátíðina öll skiptin. Lögð hefur verið mikil áhersla á að kynna menningu Færeyja á þessum dögum og hafa fyrirlesarar verið fengnir til að flytja erindi urn Færeyjar. Kórar hafa komið og messur verið haldnar bæði undir berurn himni og í Ólafsvíkur- kirkju með færeyskum prestum. Þá hafa verið sýningar á færeyskum munum, fatnaði og fl. Þá má ekki gleyma hinum stórkostlega mat þeirra frænda vorra. Skerpukjöt, frigadellur, knettir og fl. hefur verið fengið frá Færeyjum og alltaf hefur verið boðið upp á rastkjöt og súpu fyrir þá sem vilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.