Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 100
Umhverfismál
Þetta rafknúna reiðhjól var meðal þess sem sýnt var á vöru-
sýningu í tengslum við ráðstefnuna Synergi-21 í Stavanger.
Ráðstefnunni var skipt niður i sameiginlega
fundi og minni vinnufundi, þar sem fjallað var um
afmörkuð viðfangsefni. Einnig var boðið upp á
skoðunarferðir þar sem kynnt voru ýmis þróunar-
verkefni sem tengdust Staðardagskrárstarfinu í
Stavanger á einn eða annan hátt. Auk þess var efnt
til mikillar sýningar í tengslum við ráðstefnuna.
Þar sýndu framleiðendur vörur sínar, en einnig
kynntu ýmis samtök og sveitarfélög starf sitt og
þjónustu á sviði umhverfismála. Loks var mikið
lagt upp úr listviðburðum í tengslum við ráðstefnu-
haldið, ekki síst vegna nærveru Hákonar krónprins
og eiginkonu hans, Mette Marit, en þau tóku þátt í
fyrsta degi ráðstefnunnar.
í framsöguerindum og umræðum á ráðstefnunni
bar mjög á óánægju norskra sveitarstjórnarmanna
með þátt ríkisvaldsins í starfi Norðmanna að sjálf-
bærri þróun. A undanförnum árum hefur norska
ríkið veitt árlega nokkurt fé til Staðardagskrárstarfs
sveitarfélaga og fylkja, m.a. með því að kosta svo-
nefnda „ regionale knutepunkter ", sem eru verk-
efnisstjórar, einn í hverju fylki. Nú er ríkið hins
vegar að draga úr þessum stuðningi. Annað atriði
var mjög gagnrýnt, þ.e.a.s. lítil áhersla norskra
stjórnvalda á gerð áætlunar um sjálfbæra þróun á
landsvísu, svonefndrar Landsdagskrár 21. Gert er
ráð fyrir að ríki heims leggi þessar áætlanir sínar
fram fyrir heimsráðstefnuna Ríó+10 haustið 2002,
og í samræmi við samþykkt Ríóráðstefnunnar hafa
flest ríki í þessum heimshluta skipað sérstaka
landsnefnd um sjálfbæra þróun (National Council
for Sustainable Development (NCSD)) til að leiða
í sýningarbás Hippopotamus voru sýndar ýmsar vörur úr endur-
unnum pappír. Greinarhöfundur tók myndirnar hér að framan.
þetta starf. Því er ekki að heilsa í Noregi, og auk
heldur er það utanríkisráðuneytið en ekki umhverf-
isráðuneytið sem sér um framkvæmdina.
Láir eða engir ræðumenn á Synergi-21 vöktu
viðlíka athygli og auglýsingafrömuðurinn Ingebrigt
Steen Jensen. Hann benti á að með aukinni áherslu
á umhverfismál á heimsvísu væru að opnast gríð-
arlegir möguleikar og markaðstækifæri fyrir þær
þjóðir sem næðu að skapa sér sérstöðu og skipa sér
í framvarðarsveit á þessu sviði. Hann hélt því enn-
fremur fram að engin þjóð í heimi hefði nálægt því
jafngóða möguleika og Norðmenn á að verða
fremstir allra í starfinu að sjálfbærri þróun. Astand
umhverfismála væri mjög gott frá náttúrunnar
hendi, og varla væri nokkurs staðar að finna eins
virkt lýðræði, eins mikla þekkingu og eins mikið
fjármagn. Hann minnti á að hinn 7. júni 1905
hefðu Norðmenn lýst yfir sjálfstæði frá valdi Svía
og lagði til að 100 ára frelsis yrði minnst þann 7.
júní 2005 með nýrri sjálfstæðisyfirlýsingu, þar sem
Norðmenn lýstu yfir sjálfstæði frá neyslubrjálæð-
inu, fyrstir þjóða.
Eftirmáli
Læra má sterk rök íyrir því að allt það sem hér
er haft eftir Ingebrigt Steen Jensen um tækifæri og
getu Norðmanna til að vera i fararbroddi á heims-
vísu í starfinu að sjálföærri þróun eigi jafnvel enn
betur við um íslendinga. Hvað náttúruna, lýðræðið
og þekkinguna varðar ættu íslendingar að geta
staðið íyllilega jafnfætis Norðmönnum; báðar
þjóðir eru meðal þeirra ríkustu í heimi, og smæð