Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 31
Héraðsskjalasöfn í héraðsskjalasafninu á vígsludaginn. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður, Leo Ingason héraðsskjalavörður og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. Gunnar G. Vigfússon tók myndina fyrir Sveitarstjórnarmál. lögum ríkis en bærinn kostar það að mestu. Hér- aðsskjalasafnið hefur eigin Qárhag og stjórn. Stjórnina, sem heldur reglulega fundi, skipa for- maðurinn, Hilmar Björgvinsson hdl. og forstjóri, Hjörtur Pálsson cand. mag. og Gylfi Gröndal, rit- stjóri og rithöfundur. Varamenn þeirra eru þau Margrét Björnsdóttir varabæjarfulltrúi, Ingvi Þor- kelsson menntaskólakennari og Ólafur Jónsson, fv. bæjarfulltrúi. Undir hinu stjórnsýslulega hlutverki safnsins má telja að safnið eigi að leiðbeina bæjarstofnunum um skjalastjórnun. Það skal hafa eftirlit með skjalavörslu bæjarstofnana. Ahersla er lögð á að varðveita eldri skjöl bæjarins á tryggan hátt. Safnið skal hafa skjölin skráð og aðgengileg til notkunar og afgreiða fyrirspurnir úr skjölum samkvæmt gildandi lögum. Héraðsskjalaverðir eru eftirlitsað- ilar með stjómsýslunni. Hið menningarlega hlut- verk felur í sér, í íyrsta lagi, það að safna og varð- veita skjöl um sögu Kópavogs og Kópavogsbúa. í öðru lagi að rannsaka og kynna sögu Kópavogs, t.d. með sýningum, fundum, kynningum og útgáfu og þannig efla þekkingu á sögu bæjarins og svæð- isins fyrr og síðar. í þriðja lagi skal safnið stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræði- manna á sögu Kópavogs og öllu því er hana snertir. Kópavogur á sér merka sögu hvort sem litið er til fyrri alda eða síðustu áratuga. Um þessar mundir er sveitarfé- lagið um margt hið öflugasta og mest hraðvaxandi í landinu og, að frátalinni höfuðborginni einni, hið langstærsta. Allt end- urspeglast það í hinum skjallegu gögnum. Menn vísa og vitna til Kópavogs í þátíð og nútíð. Bær- inn hefur vissulega borið nokkur merki nábýlisins við Reykjavík en þann skugga hefur hann nú mikið til hrist af sér. Hann hefur ætíð haft sína eigin ímynd og sjálfstæði, ekki síst í hugum þeirra sem þar búa. Hann hefur aldrei verið svefnbær eða út- hverfi frá borginni. Svo vikið sé stuttlega að þróun skjalamála hjá Kópavogsbæ, þá var magn gagna ekki mikið framan af, t.d. á hreppsárunum. Hreppstjórar og fýrstu bæjarstjórarnir héldu sjálfir utan um gögnin mikið til, jafnvel heima hjá sér. En eftir því sem íbúum og viðfangsefnum bæjarins fjölgaði og yfirbygging stækkaði kom fleira fólk til starfa við stjórnsýsluna. Skrifstofufólk leitaðist þá við að sinna skjalavörslu jafnframt öðrum störfum eða utanaðkomandi aðili var fenginn tímabundið til að koma skipulagi á gögnin. Eftir því sem bærinn stækkaði fór að verða sífellt meiri þörf á að hafa reiðu á skjalagögnum. Menn ákváðu árið 1978 að ráða sérstakan bæjarskjalavörð til þessara starfa og var undirritaður ráðinn í starfið 1979 og hefur gegnt því síðan að frátöldum þrernur hléum vegna náms og annarra viðfangsefna, alls urn 2V2 ár, og staðgengill rak safnið. Síðar bættist við mann- aflann. Bæjarskjalavörður hefur til skamms tíma haft aðstöðu á aðalskrifstofu bæjarins að Fannborg 2 enda var safnið deild úr bæjarskrifstofunum. Nú breytist þetta og safnið er orðið sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og ijárhag og fær nýtt aðsetur að auki en rekur þó jafnframt áfram skjaladeild í hús- næðinu að Fannborg 2. Hið nýja húsnæði að Hamraborg 1 er vel í sveit sett. Það er leiguhús- næði sem bærinn hefur forkaupsrétt að. Sama gildir um geymslurýmið að Hamraborg 14a. Eins og fyrr segir stefna menn að því að safnið fari í stærra húsnæði eftir nokkur ár, með hverjum hætti sem það nú verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.