Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 34
Menningarmál
Sigríður Hrönn Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Eiríksstaða:
Eiríksstaðir í Haukadal, Dalabyggð
Menningartengd ferðaþjónusta
Upphafið
Árið 1996 var Eiríksstaðanefnd skipuð af sveitar-
stjórn Dalabyggðar með það markmið að gera til-
lögur og hafa forgöngu um að minnast Leifs
heppna árið 2000 og skyldi minning gerð með
þeim hætti að sögu Dalanna væru gerð góð skil
og eignarhald íslendinga á Leifi heppna yrði tryggt
svo og að hvetja fleiri ferðamenn til að leggja leið
sina um Dali.
Hugmyndir að störfum nefndarinnar voru meðal
annars
• að reisa minnisvarða urn Leif heppna
• að byggja upp bæinn og gera líkan af rúmstæði
því sem Leifur heppni fæddist í á Eiríksstöðum
í Haukadal
• að merkja helstu kennileiti er tengjast Eiríki
rauða í Dölum og á Skógarströnd
• annað sem gerir hlut þeirra sem mestan á
1000 ára afmæli Vínlandsfundar.
Nefndin féll fljótlega frá því að gera líkan af
rúmstæði Leifs heppna þar sem ekki þótti líklegt
að hann hefði fæðst í rúmi.
Ákveðið var að fylgja þeirri hugmynd eftir að
láta rannsaka rústir Eiríksstaða með það í huga að
reisa tilgátuhús sem byggði á þeim rannsóknum
og gæfi almenningi hugmynd urn hvernig þar hafi
verið búið 1000 árum áður.
Nefndin leitaði eftir samstarfi við Þjóðminjasafn
íslands. Árin 1997-1999 fóru fornleifarannsóknir
Sigríðw Hrönn Theodórs-
dóttir er rekstrarhag-
fræðingurfrá fagháskóla
í Miinchen. Hún hefur
starfað sem atvinnuráðgjafi
hjá AtvinnuráðgjöfVestur-
lands en hóf störf á Eiríks-
stöðum í lok apríl 2000.
fram við rústir Eiríksstaða. Eornleifauppgröfturinn
í rústinni gaf vísbendingar um grunnmynd hússins
sem þar hefúr verið, útlínur veggja, inngang og
langelda á gólfi. Skálinn reyndist hafa tvö
byggingarskeið og er talið að Eiríkur hafi yfirgefið
skálann stuttu eftir að hann lauk stækkun hans.
Að uppgreftri loknum var ráðist í að reisa skála
þar sem stuðst er við seinna byggingarskeið, sem
byggist á grunnfleti rústarinnar og þeirri vitneskju
sem menn hafa um vegghleðslu og innanhússsmíði
í kringum árið 1000. Fyrir miðju hússins er einnig
gert ráð fyrir að hafi verið inngangur sem búið var
að fylla upp í. Allt innanhúss er tilgáta, lagður
hefur verið metnaður í að innrétta skálann að innan
samkvæmt bestu þekkingu varðandi innbú víkinga-
skála frá árinu 1000. Tilgátubærinn Eiríksstaðir er
nokkru neðan við rústina. Orðið tilgátubær merkir
að þar sem uppgreftrinum lýkur, þ.e. fyrir ofan
steinlögin tvö sem eru neðst í veggjum, tekur
tilgátan við. Við byggingu skálans var fagnefnd
frá Þjóðminjasafni íslands Eiríksstaðanefnd til
ráðgjafar.
Allt timbur í bænum er unnið úr rekavið frá
Dröngum á Hornströndum. Við smíði bæjarins var
unnið með eftirlíkingum verkfæra sem notuð voru
á landnámsöld, sem fundist hafa leifar af eða
lýsingar. Talið var að ekki fengist sama áferð
á timbrið ef notuð væru nútíma verkfæri. Þessi
verkfæri eru til sýnis á Eiríksstöðum.
Opnun Eiríksstaða
Hinn 24. júní 2000 voru Eiríksstaðir opnaðir
almenningi. Þennan sama dag lagði víkingaskipið
íslendingur úr höfn i Búðardal í kjölfar Eiríks
rauða og Leifs heppna. Áður en víkingaskipið
lagði í hann áði áhöfnin að Eiríksstöðum þar sem
efnt var til hádegisverðar í anda víkinga, kjötmeti
og annað meðlæti var reitt fram í trogum.
Á Eiríksstöðum er ferðamönnum gert kleift að