Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 52
Erlend samskipti kvæmdastjórnarinnar og taka þeir t.a.m. beinan þátt í ýmsu nefndastarfi innan stofnana Evrópu- sambandsins. Þátttakan í samráðinu er hornsteinn í Evrópustarfi Samtaka atvinnulifsins í gegnurn UN- ICE ogASÍ í gegnum ETUC. Samtök atvinnulífs- ins (áður VSÍ og SI) hafa t.a.m. frá árinu 1993 rekið Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel til að sinna umræddu starfi en ASÍ hefur sinnt slíkum samskiptum beint frá Islandi. CEEP-samtökin voru stofnuð árið 1961 og eru regnhlífarsamtök um 200 félaga og íýrirtækja með opinberri þátttöku, en stærsti hluti starfseminnar snýst í dag um fyrrnefnt samráð. Gagnvart Evrópu- sambandinu og hinum samráðsaðilunum tala sam- tökin einni röddu og er afstaðan undirbúin í 14 sér- hæfðum nefndum, þar sem sérfræðingar aðildar- félaganna eiga sæti. Samtökin aðstoða einnig við að koma á tengslum við einstaka stjórnarskrifstofúr framkvæmdastjórnarinnar og hjálpa þeim við að koma upplýsingum á framfæri, en auk þess halda þau ráðstefnur og námskeið um ýmis málefni. CEMR eru öflug regnhlífarsamtök fjölda sveitar- félaga og samtaka þeirra frá 29 Evrópuríkjum og hefur Samband íslenskra sveitarfélaga átt þar aðild en ekki tekið virkan þátt í starfseminni. Hafa sam- tökin töluverð áhrif innan Evrópusambandsins og þótt starfið sé margþætt felst stærsti hluti þess í samskiptum við Evrópusambandið og stofnanir þess. Samtökin taka m.a. þátt í ýmsu nefndastarfi á vegum framkvæmdastjórnarinnar og þingsins og eiga fulltrúar þeirra oft í beinum samskiptum við embættismenn sambandsins. Innan 11 sérhæfðra vinnuhópa er skipst á skoðunum um málefni sem á dagskrá eru innan sambandsins hverju sinni og á slíkurn fúndum, sem að jafnaði eru haldnir þrisvar til ljórum sinnum á ári, öðlast fundarmenn jafnframt dýrmætar upplýsingar um málefni er snerta sveitarfélög. Njóta þeir jafnframt þess sér- fræðistarfs sem þar fer fram. Vinnuhóparnir leggja jafnframt grunn að álitsgerðum (position papers) sem oftast eru gefnar út til að hafa áhrif á niður- stöður lagafrumvarpa. Töluverður hluti starfsem- innar felst jafnframt í að koma á samstarfi milli einstakra sveitarfélaga í Evrópu og veitir Evrópu- sambandið m.a. styrki til slíks samstarfs. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hingað til ekki átt aðild að CEEP og virðist ekki hafa tekið mikinn þátt í starfsemi CEMR heldur, a.m.k. ekki í málefnum er snerta Evrópusambandið. Að sögn fúlltrúa norsku sveitarfélagasamtakanna KS, er þátttaka í þessum tvennum samtökum hornsteinn- inn að Evrópustefnu þeirra og besta leiðin til að afla sér upplýsinga og láta rödd sína heyrast á Evrópuvettvangi. Fengu þau fúlla aðild að CEEP í mars árið 2001 vegna aðildar Noregs að EES- samningnum og innri markaðnum og ættu því sömu rök að gilda vegna íslenskrar þátttöku. Ef íslensk sveitarfélög hyggja á aukna þátttöku í Evrópusamstarfi hljóta þau að taka aukinn þátt í CEMR og skoða mögulega inngöngu í CEEP einnig, því innan þessara samtaka má öðlast upplýsingar og jafnvel áhrif sem erfitt yrði að fá annars staðar. Telja norsku sveitarfélagasamtökin sig jafnframt fá mikilvægar Evrópuupplýsingar í gegnum ráðgjafarnefnd EFTA, sem þau hafa nýlega fengið aðild að, og ætti Samband íslenskra sveitarfélaga jafnframt að skoða þátttökumöguleika sína þar. I ráðgjafarnefndinni sitja m.a. fúlltrúar frá ASÍ, SA, BSRB og Verslunarráði og hefúr nefndin það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um þróun EFTA- og EES-samstarfsins. Er möguleiki á föstum erindrekstri í Brussel? í kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel, sem farin var í byrjun maí árið 2001, var sameigin- leg skrifstofa dönsku, sænsku, norsku og finnsku sveitarfélagasamtakanna við Rue de la Science m.a. heimsótt. Kom þar skýrt fram að íslenskum sveitarfélögum væri einnig velkomið að hafa full- trúa á skrifstofunni og að í rauninni væri það mjög vel séð. Ef sambandið hefði áhuga á að setja á fót hagsmunagæsluskrifstofú í Brussel myndi aðstaða á hinni samnorrænu skrifstofu án efa fela í sér marga kosti því þar fer fram ákveðið samráð og samskipti sem er öllu starfsfólki þar í hag. Þó ber að taka fram að í fáum tilfellum er um beina mál- efúa- og hagsmunasamvinnu að ræða en mikill akkur yrði þó í nálægð og samskiptum við Evrópu- sérfræðinga grannþjóða okkar á héraðs- og sveitar- stjórnarstiginu. Samkvæmt upplýsingum sem þar fengust yrði fastur kostnaður við leigu á skrifstofu u.þ.b. 70 þúsund norskar krónur á ári, þar með er talinn kostnaður við sameiginlegan rekstur, s.s. rafmagn, móttökur, kaffi o.s.frv. Við þetta myndi síðan bætast árlegur rekstrarkostnaður upp á 20-30 þús. norskar krónur, t.a.m. vegna símreikninga og ritfanga, og að sjálfsögðu einnig laun og launa- tengd gjöld. Afar erfitt er þó að benda á raunhæfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.