Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 109

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 109
Kynning sveitarstjórnarmanna urgísladóttir sjúkraliði og séra Ingimar Ingimarsson, fyrrv. prófastur. Sigríður Kristjana lést árið 1997. Björn lauk hagfræðiprófi frá Gautaborgarháskóla 1984 (PBU- gráða í þjóðhagfræði). Björn hóf störf sem hagfræð- ingur við fræðslu- og kaupfé- lagadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga haustið 1984 og starfaði hjá Sambandinu eða á þess vegum þangað til í árs- byrjun 1993, í fyrstu sem ráð- gjafi gagnvart dótturfélögum Sambandsins og kaupfélögunum, 1984-1986, sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjárhags- deildar, 1987-1989, sem fram- kvæmdastjóri deildarinnar 1990-1991 og loks sem fram- kvæmdastjóri Miklagarðs hf. 1992-1993. Á þessum árum gegndi Björn ýmsum trúnaðarstörfum á vegum samvinnuhreyfingarinnar og sat m.a. í stjómum eftirtalinna fyrir- tækja: Kaffibrennslu Akureyrar hf., Efnaverksmiðjunnar Sjafnar, Prentsmiðjunnar Eddu hf., Plast- einangrunar hf., Samvinnusjóðs íslands hf., Samskipa hf., Sam- korta hf., NAF (alþjóðlegra inn- kaupasamtaka) auk þess að sitja sem fulltrúi samvinnuhreyfing- arinnar i Verðlagsráði og sem fé- lagskjörinn endurskoðandi í Is- lenskum aðalverktökum. Árin 1993-1999 starfaði Björn sjálfstætt við rekstrar- og fjár- málaráðgjöf, einkum að verk- efnum innan sjávarútvegsgeirans bæði hér heima og erlendis. Björn starfaði hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. frá byijun árs 2000 sem fjármálastjóri þar til hann gekk til samstarfs við Ráð- gjafastofuna ehf. á miðju ári 2001 sem rekstrar- og stjórnun- arráðgjafi. Björn er giftur Sigrúnu J. Ósk- arsdóttur forðunarfræðingi og eiga þau 6 börn. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir bæjar- stjóri í Dalvíkurbyggð Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, bæjarritari í Dalvikurbyggð, hefur verið ráðin til að gegna starfi bæjarstjóra þar frá 1. jan- úar til 31. maí 2002. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, sem verið hefur bæjarstjóri á Dalvik og síðar Dalvíkurbyggð frá 1. júlí 1994, hefur verið ráðinn til starfa hjá íslandsfugli, nýju kjúklingabúi á Dalvík. Guðrún Pálína er viðskipta- fræðingur að mennt, starfaði sem fjármálastjóri hjá Bandalagi há- skólamanna í Reykjavík 1994 til 1998 en réðst sem bæjarritari til Dalvíkurbyggðar 8. september 1998. Hún var kynnt nánar í 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1998. Ymislegt Borgarfræðasetur stofnað Reykjavíkurborg og Háskóli Islands hafa sameiginlega komið á laggirnar rannsóknarstofnun sem hlotið hefur heitið Borgar- fræðasetur. Stofnuninni er ætlað að gangast fyrir rannsóknum á sviði borgarfræða, sérstaklega með samanburði borgar- og byggðarþróunar á íslandi og í öðrum löndum, eins og segir í kynningu á stofnuninni. Stofn- unin mun einnig beina sjónum að framtíðarþróun borgarsamfé- laga og kynna nýjar hugmyndir erlendis frá. Borgarfræðasetur hefur skipulagt kennslu í borgar- fræðum á BA-stigi við Háskóla íslands. Borgarfræðasetur tekur að sér vinnslu verkefna á sviði borgarfræða. I stjórn setursins eiga sæti af hálfu borgarinnar þau Bjarni Reynarsson, verkefnisstjóri í skipulagsmálum, og Kristín A. Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar- og ijölskyldusviðs, og þau Anna Soffia Hauksdóttir prófessor og Magnús Diðrik Baldursson, aðstoðarmaður rekt- ors, af hálfú Háskóla íslands, en stjórnarformaður er Jón Sigurðs- son, bankastjóri Norræna íjár- festingarbankans sem aðsetur hefur í Finnlandi. Borgarfræðasetur er til húsa að Suðurgötu 26 í Reykjavík. Forstöðumaður er Stefán Ól- afsson prófessor en Trausti Vals- son prófessor er rannsóknarstjóri skipulagsmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.