Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 19
Menningarmál - Hefur hið góða samstarf við ríkisvaldið um menningarborgarárið stuðlað að bœttum sam- skiptum borgar og ríkis á öðrum sviðum? „Þar hefur mönnum ekki tekist að hefja sig upp yfir hið pólitíska skæklatog. Við hjá borg- inni finnum mjög fyrir því i samstarfi við ráð- herra Sjálfstæðisflokksins. í þeim efnum vantar meira traust í samskiptunum. Af hálfu sveitarfé- laganna vantar lika á að menn marki ákveðna stefnu og sýni einbeittan vilja til að taka við auknum verkefnum frá ríki svo dæmi sé tekið. Menn geta ekki bæði borðað kökuna og átt hana. Ef menn vilja í alvöru aukin verkefni verða sveitarfélögin að eflast. Það þýðir ekki að vera lengi í vafa urn það hvað menn vilja. Ef við eigum að geta veitt íbúunum betri þjónustu verða sveitar- félögin að fá meira sjálfsforræði um hvernig þau veita þjónustuna. Að þau þurfi ekki alltaf að hlíta forræði ríkisins og ná- kvæmum fyrirmælum þess um alla hluti svo enginn möguleiki sé á sveigjanleika. Ég hefi í huga til að mynda málefni fatlaðra. Ég er líka eindregið þeirrar skoðunar að sveitarfélögin eigi að taka við löggæslunni. Þau skipuleggja marga viðburði þar sem þörf er á þjón- ustu lögreglu og þá þurfa þau að geta metið þörf á löggæslu á hverjum stað og tíma. Þar að auki má nefna hverfalöggæslu svo sjálfsagðan hlut að borgin geti ráðið þjónustustiginu á sviði örygg- ismála sem er ein mikilvægasta þjónusta sem borgarsamfélagið þarf að veita þegnum sínum. Fólk verður að geta treyst því að sæmilega sé fyrir henni séð.“ - Telur þú sveitarfélögin almennt þess megnug að ráða við fleiri verkefni en þau hafa nú? „Þegar ég horfi á sveitarfélagastigið í landinu finnst mér að þau eigi að geta sinnt fleiri verk- efnurn og þá á eigin forsendum. Það á að gera þeim kleift að vera mikils megnug. Mér finnst að verkefni menningarborgarársins hafi til dæmis aukið almenna vitund fólks um að menningin skiptir máli um að gera samfélögin samkeppnishæf bæði innanlands og ekki síður þegar horft er til út- landa, og þar á ég ekki aðeins við að listamenn séu Rætt við borgarstjóra. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. virkjaðir heldur að litið sé til þess að öll umgjörð samfélagsins sé menningarleg og gefandi. Umhverfi sem er menningarlegt og gefandi gefur af sér skapandi og góða þjóðfélagsþegna. Ég held að fólk sé betur meðvitað en áður um það hvað skipti mestu máli og að byggðarlag með öfluga menningarstarfsemi hafi vinninginn þegar fólk spyr: Flvar viltu setjast að? Ég vona að menningarborgarsjóðurinn geti orðið einhvers staðar þó ekki væri nema sá herslumunur sem vantar á til að koma á fót menningarverkefni sem eitthvað munar um. Mér finnst það verðugt verkefni sjóðsins. Borgin hefur gert samstarfssamning við Vestur- farasetrið á Flofsósi, sem er rnjög merkileg menn- ingarstofnun, og mér skilst að rætt sé um að Lista- safn borgarinnar gæti komið að stofnun Kjarvals- stofu á Borgarfirði eystri. Mér þætti fara vel á því ef af því gæti orðið. í mínum huga er borgin ekki í samkepppni við önnur sveitarfélög hér á landi heldur í sam- keppni við aðrar borgir í útlöndum. Efling ýmissa þátta i Reykjavík á að koma í veg fyrir að fólk flytji til útlanda fremur en að búa hér. Mér finnst það afskaplega misráðið þegar reynt er að stilla sveitarfélögunum úti á landi upp sem einni heild sem andstöðu andspænis Reykja- vík. Landsbyggðin er ekki eitt. Aðstæður sveitarfé- laga eru svo mismunandi frá einum landsluta til annars að það er villandi urnræða sem aðeins elur á togstreitu að stilla upp borginni sem andstæðu landsbyggðarinnar.' Unnar Stefánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.