Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 12
Menningarmál kringum íbúðarhús og sölubúðir kaupmanna. Árið 1515 var gefin út tilskipun um að gera gott vígi á Skansinum. Minna varð úr þeim framkvæmdum en til stóð. Árið 1586 kom fyrirskipun frá Danakon- ungi að gera skyldi virki á góðum stað við höfnina. Byggt var grjót- og trévirki á sömu slóðum og nú- verandi Skans er. Mikill viðbúnaður var á Skans- inum þegar fréttist af ránsferðum Tyrkjanna árið 1627 og ætluðu Eyjamenn að verjast þeim frá Skansinum. Það varð ekkert úr því þar sem Tyrkir sigldu ekki inn höfnina. EftirTyrkjaránið árið 1630 var virkið endurreist og kallað Skansinn. Þar voru fallbyssur og annar vopnabúnaður geymdur og þar var einnig varðmaður stöðugt á ferli. Skansinn er með elstu mannvirkjum sem til eru í Eyjum. í eldgosinu árið 1973 fór hluti af Skansinum undir hraun og var hann lagfærður og endurhlaðinn árið 1991. Við formlega vígslu endurbyggingar- innar gaf ísfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjabæ fallbyssu að gjöf til minningar um þann varnarvið- búnað sem Eyjamenn höfðu uppi og er fallbyssan höfð á svæðinu 6-9 mánuði ársins. Skansinn er einstakur og eina virkið sem varðveist hefúr á Is- landi. Sjóveitutankur Á Skansinum var byggður sjóveitutankur úr járn- bentri steypu og hófust framkvæmdir árið 1931 og var verkinu lokið að fúllu árið 1933. Tankurinn var 4,5 metrar á hæð og 12 metrar í þvermál og tók um 400 lestir af sjó. Frá geymi var lagður tréstokkur allvíður vestur með Strandvegi þar sem þá stóðu flest fiskhús (krær). Leiðslan var 830 m löng og endaði í SkildingaQöru. Mikil umræða hafði verið um sjóveitu í hafnarnefnd frá því í september 1922, en þá var bent á að það myndi stórbæta fisk- verkun ef hægt væri að dæla sjó svo hátt að hann gæti runnið ofan frá í fiskhúsin. Þegar ráðist var í slíka framkvæmd vildi hafnar- nefnd fá lög til verndar sjóveiturekstrinum og Jó- hann Gunnar Olafsson bæjarstjóri samdi frumvarp til laga um sjóveitu og Jóhann Þ. Jósefsson, þáver- andi alþingismaður, flutti það á Alþingi. Var það samþykkt með litlum breytingum sem lög nr. 28 frá 8. sept. 1931 og samkvæmt þeim sett reglugerð sem er frá 14. apríl 1936. í meginefnum laga um sjóveitu stendur: Bæjarstjórn hafi einkarétt til að koma upp sjóveitu í Vestmannaeyjum, svo og sölu sjávar til fiskþvottar. Skal öllum útgerðarmönnum í bænum skylt að nota sjó frá veitunni. Þá var heim- ild til gjaldtöku fyrir sjó, um ábyrgð og verðtrygg- ingu, viðurlög og fleira. Sjóveitan var þinglýst eign Vestmannaeyjakaupstaðar 15. desember 1931. Sjóveitutankurinn á Skansinum eyðilagðist í gos- inu 1973, og var hann búinn að skila sínu með sóma, en eftir standa rústir sjóveitutanksins í jaðri nýja hraunsins. Landlyst Húsið Landlyst er með elstu húsum í Eyjum. Hefur það nú verið endurbyggt og komið fyrir á Skanssvæðinu. Landlyst var byggð árið 1847 og var fyrsta fæðingarheimili á íslandi. Byggt var við húsið árið 1849. Húsið var byggt af Matthíasi Markússyni snikkara og konu hans, Sólveigu Páls- dóttur ljósmóður. Sólveig var send til ljósmæðra- náms í Kaupmannahöfn og við heimkomuna var byggt fæðingarheimili við Landlyst með styrk frá danska ríkinu. Þetta kom til vegna landlægs sjúk- dóms er nefndist ginklofi (stífkrampi) og lagðist hann sérstaklega á ung börn. Ginklofinn var skæð- ari í Eyjum en annars staðar á landinu og ung- barnadauði var mikill. Danski læknirinn A. Schleisner var sendur til Eyja af danska ríkinu til að takast á við þennan faraldur. Schleisner og Sól- veig tóku upp samvinnu og tókst þeim að útrýma ginklofanum á ótrúlega skömmum tíma. Gert var ráð fyrir að eftir brottför dr. Schleisner yrði starf- rækt eins konar vöggustofa í Landlyst. Þar skyldu börnin höfð fyrstu vikurnar eftir fæðingu í umsjá Sólveigar Pálsdóttur. Peningaþörf stofnunarinnar varð til þess að eftir 1849 var stofnunin svo að segja ekkert notuð. Sólveig stundaði þó læknis- og ljósmóðurstörf eftir brottför dr. Schleisners, því þá var læknislaust í Vestmannaeyjum til ársins 1852. Líklegt má teljast að Sólveig hafi notað húsnæðið Landlyst til þessara starfa. Fæðingarstofnunin virð- ist lengst af frekar hafa verið vöggustofa en fæð- ingarheimili þar sem fáar konur fengust til að ala börn sín þar. Bókasafn Vestmannaeyja var stofnað árið 1862 og var það staðsett í Landlyst fyrstu níu árin. Þá var bókakostur mjög fábreyttur, aðallega guðsorða- bækur, rímur og fornsögur. Nú er safnið til húsa í Safnahúsi Vestmannaeyja. Húsið Landlyst var endurbyggt og tekið í notkun 30. september árið 2000, en aðalverktaki var ístak, en Vestmannaeyjabær naut einnig styrkja húsafrið- unarnefndar úr Húsafriðunarsjóði til verksins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.