Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 46
Samgöngumál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: Sjötíu ára afmæli almennings- samgangna í Reykjavík Mikil þáttaskil hafa orðið í rekstri almennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2001. Með stofnun Strætó bs. hinn 1. júlí sl. var loks stigið það skref sem lengi hafði verið til umræðu og athugunar að sameina allar almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu undir einum hatti. Með stofnun Strætó bs. opnaðist íbúum svæðisins loks sá langþráði kostur að geta ferðast í strætis- vögnum á einu fargjaldi um allt höfuðborgar- svæðið, sem er meginforsenda þess að menn líti á leiðakerfið sem samfellda heild. Almenningssamgöngur eiga sér ekki djúpar rætur í menningu okkar íslendinga í sama mæli og meðal annarra þjóða í Evrópu. Samgöngur á landi í ellefu hundruð ára sögu þjóðarinnar byggðust fram Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn- ina 1974 og BA-prófi i sagnfrœði og bókmenntum frá Háskóla íslands 1979, var gestanemandi í sagn- frœði við Kaupmannahafn- arháskóla 1979-1981 og stundaði cand. mag.-nám í sagnfrœði við Háskóla Íslands 1981-1983. Hún var póststarfsmaður í Kaupmannahöfn með námi 1979-1981, ritstýrði timaritinu Veru 1988-1990 og vann við blaðamennsku og önnur ritstörf 1990-1991. Hún varformaður stúdentaráðs Há- skóla íslands 1977-1978 og alþingiskona Kvenna- listans í Reykjavík frá 1991-1994. Hún var borg- arfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík 1982-1986, Kvennalistans 1 Reykjavík 1986-1988 og hefur verið borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994 til þessa. Hún átti sœti í borgarráði Reykjavíkur 1987-1988, í skipulagsnefnd borgarinnar 1982-1986 og í félagsmálaráði 1986-1989. Hún hefur gegnt embœtti borgarstjóra frá árinu 1994. á síðustu öld á fótvissum fákum, sem fikruðu sig yfir vegleysur og vatnsföll þessa strjálbýla lands þar sem hestvögnum varð meira að segja lítt við komið og hver bjó að sínu. Annars staðar í Evrópu lögðu menn vegi fyrir vagnasamgöngur og síðar járnbrautir og að nota almenningssamgöngur til ferðalaga á landi er löngu inngróið í þjóðarvitund á þeim slóðum. Það var ekki fyrr en þéttbýli Reykjavíkur tók að teygjast út fyrir gerlegt göngufæri og bílar að ryðja sér til rúms að reynd var sú nýbreytni að skipu- leggja almenningssamgöngur. Hér urðu strætis- vagnar fyrir valinu og fyrstu strætóferðirnar voru farnar hinn 31. október árið 1931. Þann dag var því sjötíu ára afmæli almenningssamgangna í Reykjavík. í tilefni af þeim tímamótum tók Sig- ríður Bachmann sagnfræðingur að sér að undirbúa sögulega sýningu um þennan þátt í borgarlífi tuttug- ustu aldarinnar. Setti hún upp í gömlum strætisvagni sýningu þar sem brugðið var upp svipmyndum úr sögu Strætisvagna Reykjavíkur í myndum og stuttri kvikmynd. Sýndir voru gamlir farmiðar, einkennis- fatnaður strætisvagnabílstjóra og fleira. Þá var sýndur afrakstur ljóðasamkeppni meðal grunn- skólanema sem hún efndi til. Strætisvagninn hefur síðan heimsótt alla grunnskóla á höfuðborgarsvæð- inu og var nemendum 5. bekkjar boðið um borð og þeir fræddir um starfsemi Strætó bs. Ferðavenjur í borgum byggjast yfirleitt á því skipulagi sem þar hefur skapast á löngum tíma. Skipulag landnotkunar, þéttleiki byggðar og gatna- skipulagið ráða mestu um hvaða ferðamátar verða ákjósanlegastir til að ferðast innan borganna. Um miðbik nýliðinnar aldar skipaði strætó veigamikinn sess í samgöngum borgarinnar en með vaxandi byggð og dreifingu hennar, samfara síaukinni bíla- eign, dróst hlutdeild almenningssamgangna í ferðum fólks saman og er nú í sögulegu lágmarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.