Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 86
Umhverfismál
Inga Jóna Þórðardóttir, stjórnarformaður Sorpu:
Sorpa 10 ára
- leiðandi íyrirtæki á sviði umhverfismála
Rúm tíu ár eru nú liðin frá því að Sorpeyðing
höfuðborgarsvæðisins bs. hóf starfsemi sína. Á
þessum áratug hefúr fyrirtækinu tekist að verða
leiðandi á sviði umhverfismála og til þess er horft
varðandi ýmislegt sem krefst úrlausnar í þeim
efnum. Á vegum fyrirtækisins er unnið að marg-
víslegum þróunarverkefnum og nýrra lausna leitað
í meðhöndlun og úrvinnslu úrgangs.
Þegar Sorpa tók til starfa hinn 26. apríl 1991
voru stigin mikilvæg skref í umhverfismálum hér á
Inga Jóna Þórðardóttir lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
amtm áAkureyri 1971 og
prófi i viðskiptafrœði frá Há-
skóla Islands 1977. Hún starf-
aði hjá Skipasmíðastöð Þor-
geirs og Ellerts hf. áAkranesi
með háskólanámi, var inn-
kaupastjóri fyrirtœkisins 1977
til 1978 og kennari við Fjöl-
brautaskólann áAkranesi 1978 til 1981. Á árunum
1974 til 1980 starfaði hún að sveitarstjórnarmálum á
Akranesi. Hún var framkvœmdastjóri Sjálfstœðis-
flokksins 1981 til 1984, aðstoðarmaður menntamála-
ráðherra 1984 til 1985 og aðstoðarmaður heilbrigð-
is- og tiyggingamálaráðherra 1985 til 1987. Him
hefur verið borgaifulltrúi Sjálfstœðisflokksins í
Reykjavíkflrá árinu 1994 og á sœti í borgarráði,
hafnarstjórn og i skipulags- og umferðarnefnd og af
hálfit borgarinnar í stjórn Sorpu bs. og er nú for-
maður stjórnarinnar. Inga Jóna var í miðstjórn Sjálf-
stœðisflokksins 1977 til 1984 og 1987 til 1989 ogfor-
maður framkvœmdastjórnar flokksins 1987 til 1989, i
útvarpsráði 1983 til 1991, þar af formaðurfrá 1985
til 1991, formaður samstarfsnefndar um málefni aldr-
aðra 1985 til 1988, formaður jjölsfyldunefndar ríkis-
stjórnarinnar 1987 til 1988, i skólanefnd Menntaskól-
ans við Sund 1990 til 1994 og í áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála 1993 til 1998. Hún var formaður Kven-
réttindafélags íslands 1992 til 1995.
Móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Ljósm. Ljós-
myndastofa Reykjavíkur. Emil Þór.
landi. Að fyrirtækinu stóðu sveitarfélögin átta á
höfúðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogur, Hafn-
aríjörður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Seltjarnar-
nes, Mosfellsbær og Kjalarnes, en á þeim tíma var
þetta stærsta verkefnið sem þau höfðu sameigin-
lega hrundið í framkvæmd. Undirbúningur hófst
árið 1984, en hinn 25. júlí það ár undirrituðu fram-
kvæmdastjórar ofangreindra sveitarfélaga sam-
starfssamning. Þar var verkefnið skilgreint: „að
ljúka öllum tæknilegum, ljárhagslegum og um-
hverfislegum athugunum, sem nauðsynlegar kunna
að vera og leiða til frambúðarlausnar á sorpeyð-
ingu fyrir höfuðborgarsvæðið í heild.“
Vandaður undirbúningur
Verkefnisstjórn undir forystu Þórðar Þ. Þorbjarn-
arsonar borgarverkfræðings tók strax til starfa. Auk
hans störfúðu í verkefnisstjórninni Björn Árnason
bæjarverkfræðingur, Hafnarfirði, varaformaður,
Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur, Kópavogi,
ritari, Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri, Reykja-
vík, Stefán Hermannsson aðstoðarborgarverkfræð-
ingur, Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræðingur,
Garðabæ (tók við af Kjartani Rafnssyni bæjar-
tæknifræðingi), Sigurður V Ásbjarnarson sveitar-
stjóri, Bessastaðahreppi, Einar Norðfjörð rekstrar-