Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 35
Menningarmál
Eiríksstaðir í Haukadal. Á myndinni eru þrjú úr áhöfn íslendings, Stefán Geir Gunnarsson og Hörður Gunnarsson á hestbaki og Ellen
Ingvadóttir. Myndina tók Magnús Hjörleifsson.
skyggnast inn í þann heim er landnámsmaðurinn
bjó við í þeirri mynd er næst verður komist. Eiríks-
staðir eru lifandi bær, þar sem ferðamaðurinn á að
fá það á tilfinninguna að þar sé enn búið, matar-
lyktin kemur á móti honum sem og lyktin af lang-
eldinum. Starfsfólk tekur á móti gestum í fornum
klæðum, fræðir gesti um ábúendur þar og lifnaðar-
hætti fólks á landnámsöld. Stundum er eldaður
hafragrautur í pottinum yfir langeldinum og gestir
geta fengið að smakka. Skreið, þorskhausar og
hangikjöt, ásamt hinum ýmsu eldhúsáhöldum eru
í búrinu. Gestir fá að skera sér flís af hangikjöti.
Einnig vefur „Þjóðhildur" á vefstaðinn sem er á
Eiríksstöðum, en starfsfólki hefúr verið kennt að
vefa á hann. Má til gamans nefna að þetta er sjálf-
sagt eini vefstaðurinn með kljásteinum sem unnið
er á á íslensku safni/skála.
Vöruþróun
Þar sem stutt er síðan Eiríksstaðir voru opnaðir
almenningi stöndum við í stöðugri vöruþróun.
Markmiðið er eins og áður segir að þeir sem sækja
Eiríksstaði heim upplifi heimsókn á bæ Eiríks
rauða eins og hann hefði gert íyrir 1000 árum;
því er ekki um eiginlegt safn að ræða heldur
lifandi bæ. Markhópar okkar eru ungir sem aldnir,
hvataferðir, skóla- og vinnuhópar. Hópum hefur
verið boðið að koma á Eiríksstaði fyrir utan hefð-
bundinn opnunartíma í mat að víkingasið. Það
nýjasta sem boðið er upp á er kjötsúpa með
skönkum og grænmeti við langeld. Gestirnir
njóta gestrisni „Þjóðhildar" sem skenkir gestum úr
potti yfir langeldinum í skálar gestanna. Hefur
þetta notið mikilla vinsælda fyrir hópa allt upp að
25-27 manns. Þarna fá gestir tækifæri til að hverfa
aftur í tímann og fá fræðslu um söguna, upp-
gröftinn og tilgátubæinn. I því umhverfi sem er á
Eiríksstöðum myndast oft líflegar umræður um
þennan tíma.
Sl. vetur kom mikið af skólahópum, líklega má
segja að ein af betri kennsluaðferðum sé að fara
með börnin í lifandi fornbæ og leyfa þeim að
komast í snertingu við hvernig lifnaðarhættir
víkinga voru. Greinarhöfundur hefur sjálf tekið á
móti mörgum af þessum hópum og farið þá í hlut-
verk Þjóðhildar fyrir krakkana. Það er mjög gaman
að sjá hversu áhugasöm þau eru og taka virkan þátt
í umræðunni. Síðan fá þau að setja á sig víkinga-