Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 20
Almenningsbókasöfn Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Borgarbókasafni Reykjavíkur: Nýtt aðalsafh Borgarbókasaíns Reykjavíkur Aðdragandi Flutningur aðalsafns Borgarbókasafns Reykja- víkur í Grófarhús við Tryggvagötu átti sér langan aðdraganda, en safnið hafði verið til húsa í Esju- bergi, Þingholtsstræti 29a, frá árinu 1954 og síðar einnig í leiguhúsnæði við sömu götu. Árið 1967 var farið að ræða um að byggja nýtt hús fyrir aðalsafn á því svæði sem í daglegu tali er nefnt Kringlan. Eftir að teikning af um 5.800 m2 nýbyggingu í Kringlunni var lögð til hliðar voru gerðar nýjar forsagnir á árunum 1981-1986 þar sem rýmisþörf var áætluð um helmingi minni. Ekkert varð af þessum framkvæmdum en ánægjulegt er að geta þess að nú hefur Kringlusafn opnað þar í viðbyggingu við Borgarleikhúsið á þessum sama stað. Um tíma stóð til að flytja aðalsafn í Morgun- blaðshúsið, Aðalstræti 6, en borgin hafði keypt eignarhlut Árvakurs í húsinu árið 1994. Á hinn bóginn kom i ljós að það húsnæði hentaði illa undir bókasafn svo ekkert varð úr flutningnum þangað. Árið 1997 var samþykkt í borgarráði að flytja safnið í Tryggvagötu 15 sem Reykjavíkurborg hafði eignast árið 1989 þar sem það yrði í sambýli með Borgarskjalasafni og Ljósmyndasafni Reykjavíkur og var strax sama ár hafist handa við að gera við- eigandi breytingar á húsinu. Húsið að Tryggvagötu 15 var byggt af Sambandi íslenskra samvinnufé- I Anna Torfadóttir lauk BA-prófl í bókasafnsfrœði og bókmenntafræði frá I Háskóla íslands 1976 og I JH mastersprófi i stjórnun frá ■K Háskólanwn í IVales 1995. Hún hefur starfað við Borgarbókasafn frá 1978 »■ og tók við starfi borgar- bókavarðar l.janúar 1998. laga árið 1930 sem vörugeymsluhús. Það var upp- haflega þrílyft hús en síðar var bætt við það þremur hæðum og grunnflötur þess stækkaður um helming þannig að nú er það 5.600 fermetrar á sex hæðum. Til að standa sem best að verki við að hanna nýtt safn var farið yfir staðla varðandi bókasafnshús- næði og -búnað og leitað í smiðjur innlendra og er- lendra aðila sem höfðu staðið í sömu sporum. Myndaðir voru vinnuhópar starfsmanna sem skiptu með sér verkum við að skipuleggja hverja deild um sig. Rýmisþörf var metin og hvaða búnað þyrfti til að hanna nútímalegt bókasafn í hjarta borgarinnar. Gripið var til sérstakra aðgerða til að efla liðs- anda starfsmanna fyrir flutningana. Ekki var einungis verið að flytja 160 þúsund eintaka safn í nýtt húsnæði heldur var einnig verið að sameina starfsemi sem hafði verið aðskilin í tvo áratugi í einu húsi. Áhersla var lögð á að þessi sameining gengi sem best og menn legðu jákvæðir af stað inn í nýjar aðstæður. Að ýmsu er að hyggja þegar svo stórt bókasafn er flutt. Eignatalning var gerð og safnkosturinn þjófavarinn um leið og honum var pakkað niður í kassa. Markvisst var farið yfir safnkostinn og úrelt eða illa farið efni afskrifað og nýtt keypt. Einkum var erlendi safnkosturinn endumýjaður rækilega. Nýjungar í starfsemi kalla á nýjan safnkost, t.d. á sviði tónlistar, kvikmynda, myndlistar og efhis fyrir unglinga. Það var metnaðarmál starfsmanna að safnkosturinn væri sem bestur á nýjum stað. Til að létta starfsmönnum flutninginn voru gestir safnsins beðnir um hjálp. Seinustu vikurnar í Esjubergi voru þeir hvattir til að taka sem mest að láni og skila ekki fýrr en á nýja staðnum, Grófarhúsi. Þeir tóku þessu afar vel og fóru klyfjaðir heim og þegar safninu í Esjubergi var lokað þann 30. júní vom hillur orðnar hálf- tómar. Það var með blendnum hug sem starfsmenn og gestir kvöddu þetta fallega gamla hús, því þrátt fyrir þrengslin áttu menn þaðan góðar minningar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.