Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 98

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 98
Umhverfismál Sýningarbás Ekocentrum í Gautaborg, þar sem hringrás vatns er útskýrð á myndraenan hátt. gangs og í skrifstofuhaldi, auk sparneytinna bíla, kynningar á umhverfismerkjum, fræðslu urn gróð- urhúsaáhrif og aðstöðu til kennslu barna og ungl- inga. Stefnt er að því að flytja starfsemina í stærra húsnæði fljótlega, enda er töluverð eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem miðstöðin veitir. Nánari upplýsingar um Ekocentrum er að finna á: http://www. ekocentrum.nu/ Umhverfisvottun smáfyrirtækja (Miljödiplomering) í Gautaborg gafst ferðalöngunum kostur á að kynna sér kerfi, sem umhverfisskrifstofa Gauta- borgar hefur byggt upp til að votta umhverfisstarf smáfyrirtækja. Hlýtt var á fyrirlestur þeirra sem annast vottunina af hálfu borgarinnar, og auk þess var eitt hinna vottuðu fyrirtækja, Kaffekompaniet, heimsótt. Frá því á árinu 1995 hafa fyrirtæki á Gautaborg- arsvæðinu getað fengið umhverfisvottun frá um- hverfisskrifstofu borgarinnar. Til verkefnisins var upphaflega stofnað í tengslum við heimsmeistara- mótið í frjálsum íþróttum 1995. Viðkomandi fyrir- tæki þurfa að uppfylla ýmsar kröfur, svo sem varð- andi umhverfisstefnu, framkvæmdaáætlanir, hús- næði, notkun efna, skrifstofur, innkaup, flokkun úrgangs, umbúðanotkun, ferðalög og flutninga, markaðssetningu og umhverfisfræðslu fyrir starfs- fólk. Um er að ræða vottun, sem hentar einkurn litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eiga erfitt með að koma sér upp kerfi í samræmi við ISO14001-staðalinn eða EMAS-reglugerðina. Vottun er veitt til eins árs í senn. Nú nær verkefnið til 13 sveitarfélaga á Gautaborgarsvæðinu, auk 13 sveitarfélaga annars staðar í Svíþjóð. Fjöldi vott- aðra fyrirtækja á Gautaborgarsvæðinu er nokkuð á annað hundrað. Frá haustinu 1999 hefur einnig verið hægt að fá þessa vottun fyrir fasteignir sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði. Nánari upplýsingar um Miljödiplomering er m.a. að finna á: h ttp ://www. miljo. goteborg. se/ Græn innkaup Gautaborgar Græn innkaup Gautaborgar eiga sér langa sögu, enda borgin einn af frumkvöðlunum á þessu sviði í Svíþjóð. Sérstakt fyrirtæki í eigu borgarinnar, Göteborgs Stads Upphandling AB, sér nú um öll innkaupamál. Fulltrúi fyrirtækisins kynnti þessi mál fyrir íslensku gestunum á fundi í húsnæði Ecoplan AB, en þar hefur einnig verið unnið mikið starf í tengslum við græn innkaup sveitarfélaga. Nú eru um 10 ár síðan markvisst starf hófst við græn innkaup Gautaborgar. Innkaupasamningar með áherslu á umhverfislegt ágæti vöru og þjón- ustu ná nú til um 250 efnisflokka og 500 birgja. Gagnlegar upplýsingar um græn innkaup í Sví- þjóð er m.a. að finna á: http://affi.sema.se/eku/, http://www.sou.gov.se/eku/ og http://www.y. komforb.se/projekt/mau/ Umferðarskrifstofa Gautaborgar í fyrirlestri umhverfisstjóra umferðarskrifstofu (gatnamálastjóra) Gautaborgar var sagt frá áherslu embættisins á umhverfismál. Stefnt er að því að árið 2003 verði komnir 10.000 umhverfisvænir bílar á götur borgarinnar. Reyndar er ólíklegt að það markmið náist fyrr en á árinu 2005. Borgar- stjórnin hvetur stofnanir sínar til kaupa á slíkum bílum, og í hvert sinn sem öðruvísi bíll er keyptur ber viðkomandi stofnun að greiða 2.000 SEK í sjóð til umhverfisvænni bílakaupa. Umhverfis- vænir bilar hafa aðgang að fríum bílastæðum, og einnig má nefna að á vissum svæðum í miðborg- inni verða allir leigubílar að standast tilteknar um- hverfiskröfur. Svipað gildir einnig um flutninga- bíla, og bann hefur verið sett við notkun tiltekinna mengandi vinnuvéla i miðborginni. Þá er ætlunin að þegar á árinu 2002 verði allir strætisvagnar í miðborginni knúnir endurnýjanlegu eldsneyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.