Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 74
488
Brunavarnir
Anna Sigurðardóttir, framkvœmdastjóri
Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Islands:
530 milljónir í ágóðahlut
til sveitarfélaga á fjórum árum
Á fundi fulltrúaráðs Eignar-
haldsfélagsins Brunabótafélag
íslands hinn 21. febrúar 1998
samþykkti fulltrúaráðið að eitt af
meginmarkmiðum félagsins yrði
áfram að efla og stuðla að
bættum brunavörnum í aðildar-
sveitarfélögunum. í því skyni
skyldi greiða árlega til sveitar-
félaganna arð af rekstri félagsins
í formi ágóðahluta sem nýttist
sem framlag til forvarna. Skyldi
miða hlutfall greiðslu ágóða-
hlutar við hlutfall aðildarsveitar-
félags að sameignarsjóði EBÍ. í
framhaldi af þessu samþykkti
fulltrúaráðið tillögu stjórnar fé-
lagsins um greiðslu ágóðahluta í
þessu skyni fyrir árið 1998 kr.
110 milljónir. Fól fulltrúaráðið
jafnframt stjórninni að móta
framtíðarskipan þessara mála.
Söguleg þróun
Er Brunabótafélag íslands hóf
rekstur 1917 var strax hafin
skoðun á framkvæmd bruna-
varna, sbr. lög um brunamál frá
1907. í ljós kom að brunavarnir
voru í lágmarki. Brunabótafé-
lagið hafði forgöngu um að
brunavarnaeftirlit komst á og
ráðnir voru sérstakir eftirlits-
menn sem Brunabótafélagið
greiddi kostnaðinn við.
í ársbyrjun 1934 gerði félagið
öllum þeim sveitarstjórnum sem
þá voru ekki búnar að koma á
fót skipulegum brunavörnum
það tilboð að félagið skyldi
leggja fram fé til þess að kaup-
túnin gætu komið brunavörnum
sínum í það horf, sem hin al-
mennu lög um brunamál áskildu,
með eftirfarandi skilmálum:
1. Að brunavarnatækin væru
ákveðin í samráði við eftir-
litsmann ríkisstjórnarinnar
um brunamál og skipulagi
komið á allar brunavarnir
kauptúnsins með hans urnsjá
og íyrirsögn.
2. Að þeir afslættir sem kæmu
til vegna hinna bættu bruna-
varna skyldu ganga til
greiðslu framlags félagsins til
tækjanna svo lengi sem þyrfti
til greiðslunnar.
Á þennan hátt eignuðust sveit-
arfélög slökkvitæki sín án þess
að leggja fram sérstakt fjármagn
til kaupanna og þannig hófst
ágóðahlutarþátturinn. Einstakl-
ingarnir sjálfir fengu engan af-
slátt né arð, en sveitarfélögin
fengu afsláttinn af iðgjöldum
einstaklinga til greiðslu á bruna-
vörnum.
Síðan var það á grundvelli
laga um brunatryggingar fast-
eigna og laga um Brunabótafé-
lagið að á árunum 1954 og 1955
var gefin út sérstök reglugerð um
greiðslu ágóðahluta hjá B.í. og
aftur með breytingum árið 1985.
Á grundvelli þessara áfanga
Anna Sigurðardóttir er viðskiptafrœðingur frá
Háskóla Islands og lauk mastersprófi i opinberri
stjórnsýslu (MPA) frá Bandarikjunum árið 1990.
Hún starfaði sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Hornajjarðar og nágrennis til 1995 og síðan hjá
Sveitaifélaginu Hornqfirði, m.a. sem frain-
kvœmdastjóri stjórnsýslusviðs. Árið 1998 hófhún
störf sem fjármálastjóri hjá Eignarhaldsfélaginu
Brunabótafélag Islands og tók við stöðufram-
kvœmdastjóra félagsins í mars 2001.