Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 99

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 99
Umhverfismál Til að draga úr töfum vegna umferðarþrengsla hafa flutningafyrirtæki í Gautaborg komið sér upp mismunandi töxtum eftir borgarsvæðum. Þannig kostar hver ekinn kílómetri í miðborginni fimmfalt meira en í úthverfum. Nánari upplýsingar um umferðarskrifstofu Gautaborgar er að finna á: http://www.trafikkontoret.goteborg.se/ Heimsókn til Tanum Á leið sinni frá Gautaborg áleiðis til Stavanger kom hópurinn við i sveitarfélaginu Tanum í Nyrðra-Bóhúsléni á vesturströnd Svíþjóðar og fræddist um helstu áherslur í Staðardagskrárstarf- inu þar urn slóðir. Reyndar hafði hópurinn einnig viðdvöl í Tanum á leiðinni til Gautaborgar og skoðaði þá m.a. hellaristusafnið í Vitlycke, en þar eru mestu hellaristur í Norður-Evrópu. Svæðið var tekið inn á veraldararfslista UNESCO 1994, en á þeim lista er m.a. að finna fyrirbæri á borð við Galapagoseyjarnar í Ekvador, píramídana í Egypta- landi og Versalahöll við París. Sveitarfélagið Tanum er samsett úr nokkrum fá- mennum þorpum, allstóru landbúnaðarsvæði og gríðarlegri orlofshúsabyggð. íbúafjöldi er samtals um 12.000. Landslag svæðisins þykir mjög fagurt, ekki síst í skerjagarðinum sem einkennist af ávölum klöppum. Staðardagskrárstarfið í Tanurn hófst 1. janúar 1995. Fráveitumál hafa löngum verið mjög áber- andi í starfinu, enda víða útilokað að grafa niður lagnir, auk þess sem skerjagarðurinn er afar vin- sælt útivistar- og veiðisvæði. Öll sumarhús sem reist eru í Tanum verða að vera búin þurrsalernum eða öðrum samsvarandi búnaði. Af öðrum við- fangsefnum Staðardagskrár 21 í Tanum má nefna votlendisverkefni og aðgerðir til að draga úr loft- mengun frá umferð. Nánari upplýsingar um Tanum er að finna á: http://www.tanum.se. Upplýsingar um Staðardag- skrárstarfið er að finna á sömu síðu undir „MILJÖ“ og „Agenda 21“. Synergi-21 í Stavanger Eins og fram hefur komið var Norðurlandafór- inni einkum heitið til Stavanger í Noregi til þátt- töku í landsráðstefnunni Synergi-21. Ráðstefnan var haldin dagana 17.-19. október 2001 og var Frá Stavanger. megintilgangur hennar að lita yfir þróun Staðar- dagskrárstarfsins síðustu þrjú ár, þ.e.a.s. frá því síðasta ráðstefna af þessu tagi var haldin í Fredriks- stad, svo og að huga að framtíðinni, m.a. með tilliti til heimsráðstefnunnar Ríó+10 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku á hausti komanda. Ráðstefnuna í Stavanger sóttu rúmlega 1.000 manns, aðallega fulltrúar norskra sveitarfélaga, en einnig nokkur hópur gesta frá öðrum löndum. Ráðstefnan var haldin í glæsilegri sýningarmið- stöð og var öll umgjörð hennar hin veglegasta. Mikið var lagt upp úr því að halda neikvæðum um- hverfisáhrifum ráðstefnuhaldsins í lágmarki og endurspeglaðist sú viðleitni m.a. í vali á mat- vælum, sem flest voru af lífrænum uppruna. Tveir íslensku þátttakendanna á Synergi-21 ásamt Barböru Samuelsen, verkefnisstjóra frá Heilsufroðiligu Starvsstovunni í Færeyjum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Barbara Samuelsen, Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri Sd21 á Akureyri, og Hulda Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri Sd21 í Hafnarfirði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.