Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 14
14
L’Envers et l’Endroit (Rangan og réttan) sem samið var á árunum
1935–1937 og kom út í Algeirsborg árið 1937. Í fyrsta textanum,
sem ber heitið „L’Ironie“ (Kaldhæðnin), segir frá gamalli konu sem
bíður dauðans, vansæl og misskilin af sínum nánustu:
Fyrir tveimur árum kynntist ég gamalli konu. Hún var svo illa haldin af
sjúkdómi að hún hafði þá þegar búist við dauða sínum. Hægri hluti
líkama hennar var lamaður. Aðeins helmingur hennar var í þessum heimi,
hinn helmingurinn var þegar orðinn henni framandi [étranger]. Þessi líf-
lega og málgefna gamla kona gat nú hvorki hreyft sig né talað.6
Í minnisbókum sínum – Carnets – lýsir Camus líðan sinni í París í
marsmánuði árið 1940 er hann vaknar upp um miðja nótt:
Hvað merkir það að hrökkva upp af svefni – í þessu dimma herbergi – við
hávaðann í borg sem er mér skyndilega framandi [étrangere]? Og allt er mér
framandi [étranger], allt, því enginn tilheyrir mér og ég hef engan stað þar
sem ég get lokað þessu sári. Hvað er ég að gera hér, til hvers er þetta látbragð,
þessi bros? Ég er ekki héðan – heldur ekki annars staðar frá. Og heimurinn
er ekki annað en ókunnugt landslag þar sem hjarta mitt finnur engan
stuðning. Framandi [Étranger], hver getur vitað hvað þetta orð merkir?
–
Framandi [étranger], játa að allt er mér framandi [étranger].
[…]7
Í ritgerð sinni um Sísýfosargoðsögnina, Le Mythe de Sisyphe. Essai sur
l’absurde, sem kom út sama ár og Útlendingurinn er orðið étranger
notað til að lýsa mannlegri tilvist í þöglum heimi: „Ef hægt er að
útskýra heiminn, þótt með slæmum rökum sé, þá er hann kunnug-
legur. Sé heimurinn hins vegar skyndilega sviptur blekkingu og
birtu líður manninum eins og hann sé útlendingur [étranger].“8 Og
þessi tilfinning einkennir einnig samband manns ins við sjálfan sig:
6 Albert Camus, „L’Ironie“, L’Envers et l’Endroit, Œuvres complètes, París: Gallimard, 1. bindi, 2006,
bls. 39. Allar þýðingar á textabrotum eftir Camus í greininni eru gerðar af greinarhöfundi.
7 Albert Camus, Carnets 1935–1948, Œuvres complètes, París: Gallimard, 2006, Cahier III (avril
1939-février 1942), 2. bindi, bls. 906.
8 Albert Camus, Le Mythe de Sisyphe. Essai sur l’absurde, París: Gallimard, 1942, bls. 20.
ÚTLENDINGUR OG ÓVITI