Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 215

Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 215
215 og ekkert hugarrót jafnast á við það sem greip konu hans; prinsinn af Navarre var sá eini sem hélt ró sinni og án minnstu geðshræringar og án þess að rísa á fætur sagði hann við greifann: „Komið þér, komið þér og hjálpið mér að öðlast þann greiða sem ég bið um á hnjánum en mér er neitað um.“ Tónninn í orðum prinsins og svipbrigði drógu úr undrun greif- ans. „Ég veit ekki,“ svaraði hann í sama tón og prinsinn, „hvort sá greiði sem þér biðjið um krjúpandi við rúm konu minnar, þegar mér er sagt að hún sofi, og ég hitti yður hér einan í návist hennar, án þess að vagn sé við dyrnar á húsi mínu, sé af því tagi sem ég væri samþykkur.“ Prinsinum varð rórra því að hann var kominn úr mestu klípunni; hann stóð á fætur, fékk sér sæti eins og ekkert væri sjálf - sagðara, en greifynjan af Tende, skjálfandi og miður sín, leyndi fát- inu sem á hana kom í rökkvuðu herberginu. Prinsinn tók til máls og sagði við greifann: „Ég mun koma yður á óvart, þér munuð ásaka mig, en þér verðið að koma mér til hjálpar. Ég er ástfanginn og er elsk aður af yndislegustu konunni við hirðina; í gær laumaðist ég frá prinsess unni af Navarre og öllum þjónum mínum og fór á fund konunnar sem beið mín. Eiginkona mín hefur nú þegar komist að því að hugur minn stendur til annarrar konu en hennar og hún hefur auga með mér; hún komst að því hjá þjónustufólki mínu að ég hafði brugðið mér frá og er haldin ólýsanlegri afbrýðisemi og örvæntingu. Ég sagði henni að ég hefði eytt þeim klukkustundum sem ollu henni óróleika hjá marskálksfrúnni af Saint-André, sem er lasin og hittir nánast engan. Ég sagði henni að greifynjan af Tende hefði ein verið þar stödd og að hún gæti spurt greifynjuna hvort ég hefði ekki verið þar allt kvöldið. Ég ákvað að koma hingað og trúa greifynjunni fyrir þessu. Ég fór til la Châtre sem er hér rétt hjá; ég fór þaðan út án þess að þjónustufólk mitt sæi mig og mér var sagt að frúin væri vakandi. Forstofan var mannlaus og ég gekk beina leið inn. Hún neitar mér um þann greiða að segja ósatt fyrir mig, hún segist ekki vilja svíkja vinkonu sína og hefur snuprað mig af mikilli visku, eins og ég hef sjálfur reynt en án árangurs. Nauðsynlegt er að losa frú prinsessuna af Navarre undan afbrýðinni og angistinni sem herja á hana og koma mér úr þeim dauðans vandræðum sem fylgja aðfinnslum hennar.“ Andríki prinsins kom greifynjunni af Tende ekki minna á óvart MADAME DE LAFAYETTE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.