Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 214
214
brúðkaupið) tók ekki eftir neinu og hélt áfram: „Herra prinsinn af
Navarre,“ sagði hún, „frú, lét bíða eftir sér í gærkvöldi; hann var alls
ekki eins óþolinmóður og ástæða hefði verið til að ætla vegna
brúðkaupsins. Hann kom inn til mín, þungbúinn, vandræðalegur
og annars hugar, og hann fór út úr herberginu við dagrenningu
undir óljósu yfirskini sem ég veit ekki hvert var. En hann hafði setið
við skriftir, það sá ég á höndum hans. Hverjum öðrum gat hann
verið að skrifa en ástkonu? Af hverju lét hann bíða eftir sér og hví
var hann svona hikandi?“
Í sömu andrá voru samræður þeirra truflaðar þar sem prinsessan
af Condé var komin; prinsessan af Navarre fór að taka á móti henni
og greifynjan af Tende var viti sínu fjær. Strax um kvöldið skrifaði
hún prinsinum af Navarre til að skýra honum frá grunsemdum
konu hans og til að fá hann til að halda aftur af sér. Ást þeirra
dvínaði ekki við hætturnar og hindranirnar sem urðu á vegi þeirra:
greifynjan af Tende fann enga ró og svefninn gat ekki lengur læknað
sorgir hennar. Einn morgun þegar hún hafði kallað á þernur sínar
kom hestasveinninn til hennar og hvíslaði að prinsinn af Navarre
væri í litlu stofunni og sárbændi hana um að leyfa sér að segja henni
nokkuð sem hún yrði að vita. Það er auðvelt að láta undan því sem
manni líkar vel; greifynjan vissi að eiginmaður hennar var farinn út,
hún sagðist vilja sofa lengur og bað þernurnar að loka dyrunum og
koma ekki aftur fyrr en hún kallaði á þær.
Prinsinn af Navarre kom innan úr stofunni og lét fallast niður
við rúmið: „Hvað liggur yður á hjarta?“ spurði hún.
„Það að ég elska yður, frú, ég dái yður, mér er ómögulegt að búa
með frúnni af Navarre. Löngunin til að sjá yður greip mig í morgun
af slíkum ofsa að ég gat ekki staðist hana. Hingað kom ég, þrátt fyrir
þær hættur sem því fylgja og án þess jafnvel að búast við að hitta
yður.“ Greifynjan skammaði hann í fyrstu fyrir að stefna orð spori
hennar í hættu af slíkri léttúð en ástir þeirra urðu til þess að samtalið
dróst á langinn þar til greifinn af Tende kom til baka úr borginni.
Hann fór til íbúðar konu sinnar; honum var sagt að hún væri ekki
vöknuð. Það var áliðið dags, hann fór sam stundis inn til hennar og
þar sá hann prinsinn af Navarre krjúpa við rúmið hennar, eins og
hann hafði gert frá því að hann kom inn til hennar um morguninn.
Aldrei hefur nokkur maður orðið jafn undrandi og greifinn af Tende
GREIFYNJAN AF TENDE