Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 67
67
Nú var Benedikt Gröndal nóg boðið. Í mars 1885 svaraði hann
Matthíasi með grein í Norðanfara.18 Benedikt var sem kunnugt er
heldur í nöp við Matthías, sem hann taldi iðulega trana sér fram á
sinn kostnað,19 og kom ekki til hugar að skera hann úr snörunni.
Greinin er með þeim kostulegri sem Benedikt samdi, í dæmigerðum
nöldurtón og full af skensi og skætingi. Hann taldi sig enga ábyrgð
bera á útgáfunni, og ekki hægt að ætlast til að hann tæki að sér að
vinna eins mikið verk og það væri að bera saman Óthelló-þýðingu
Matthíasar við frumtexta Shakespeares án þess að fá greitt fyrir.
Þýðandinn yrði sjálfur að bera ábyrgð á þýðingunni. Ekki væru
hundrað í hættunni, þótt eitthvað hefði skolast til. Ef hin gallaða
þýðing Hagbergs væri nógu góð fyrir Svía, mundi þýðing Matthíasar
duga fyrir Íslendinga. Sjálfur hefði hann aldrei lagt sig sérstaklega
eftir Shakespeare; Íslendingar hefðu ekkert við hann að gera, því að
þeir skildu ekkert í honum. Enginn mætti gagnrýna þessi smáskáld
sem „nú eru alltaf að kvaka,“ og allt sem sagt væri um þau yrði að
vera tómt lof og reykelsisfórnir. Þetta skeyti var greinilega ætlað
Matthíasi vegna viðbragða hans við ritdómi Eiríks.
Í lok greinarinnar kom þó Benedikt loks að umkvörtun Matthías-
ar um þögn þeirra ritnefndarmanna. Málið væri einfaldlega of
ómerki legt til að gera veður út af því, og Matthías væri ekki hið
raun verulega skotmark Eiríks:
Nú vill […] svo til, að riddari nokkur á Englandi20 hefir ráðizt á Matthías
með órímilegheitum og afar-löngum ritgjörðum […] en jeg hef ekki
getað fundið svo mikið fútt í þessu riddara-masi, að mjer finnist Matthías
þurfa að taka það nærri sjer, einkum þegar þess er gætt, að það ber það
með sjer, að tilgangurinn er ekki sá, að eyðileggja Matthías, heldur að
blammera forsetann [þ.e. Magnús Stephensen].21
Benedikt klykkti svo út með því að staðhæfa að ágallar þýðinga og
annarra bóka hlytu alltaf að bitna á höfundinum sjálfum, ekki
forsetum eða nefndum, og best væri að hafa engar ritnefndir. Þetta
18 „Út af «Othello»“, Norðanfari, 14. mars 1885, bls. 38–39.
19 Sjá Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 45, 202–203 og 266.
20 Eiríkur hafði hlotið nafnbótina riddari af Dannebrog árið 1882.
21 „Út af «Othello»“, Norðanfari, 14. mars 1885, bls. 39.
MAGNÚS FJALLDAL