Milli mála - 01.01.2010, Page 18
arann grinomalant. Þýðingin er einnig mun styttri en franska
verkið. Samkvæmt talningu Henrys Kratz er Parcevals saga
16.495 orð og Valvens þáttur 5.024, samtals 21.519 orð en það er
um það bil 2/5 hlutar franska textans.26 algengt var að norskir
og/eða íslenskir þýðendur styttu þá texta sem þeir unnu með og
legðu meiri áherslu á atburðarásina en lýsingar og samtöl. Þetta á
einnig við um Parcevals sögu, að minnsta kosti að hluta því að
sums staðar virðist þýðandi hafa fylgt frumtextanum af nákvæmni.
Þótt sum frávik í texta megi eflaust rekja til misskilnings eða mis-
taka endurspegla önnur og mun fleiri þær breytingar sem þýðand-
inn ákveður að gera á verkinu. Þannig er ýmist dregið úr vægi þátta
eða það aukið. Óhætt er að segja að oft og tíðum er þýðingin eins
og veikur endurómur af frumtextanum eins og Álfrún gunn laugs -
dóttir benti réttilega á.27 Það á ekki síst við um upphaf verksins.
Fyrsti kafli Parcevals sögu samsvarar 634 ljóðlínum í frönsku gerð
verksins.28 Í stað formála Chrétiens hefst Parcevals saga á örstuttri
kynningu á aðalsöguhetjunni sem hefur á sér yfirbragð þjóðsögu
eða ævintýris:29
Svá byrjar þessa sögu at karl bjó ok átti sér kerlingu. Þau áttu
son at einberni er hét Parceval. Þessi karl var bóndi at nafn-
bót, en riddari at tign. Hann hafði verit allra kappa mestr.
Hann hafði tekit kóngsdóttur at herfangi ok settiz síðan í
<ó>bygð, þvíat hann þorði eigi millum annarra manna at
vera.30
Svo hefst frásögn sem lætur kunnuglegar í eyrum þeirra sem
þekkja verk Chrétiens:
Einn dag þá er Parceval tólf vetra gamall. Hann hafði áðr
kent honum skot ok skylmingar, ok svá kunni hann gaflök-
uM ÞýðIngu Og EnDurrITun Í SöGUNNI UM GRALINN Og PARCEVALS SöGU
18
26 Henry Kratz, „The Parcevals saga and Li contes del graal“, bls. 21.
27 Álfrún gunnlaugsdóttir, „um Parcevals sögu“, bls. 227.
28 Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 685–701, l.1–634; Perceval eða
Sagan um gralinn, bls. 43–58. Til samanburðar má geta þess að 1. kafli verksins er 52 línur
í útgáfu Kirsten Wolf í Norse Romance.
29 Marianne E. Kalinke, „The Saga of Parceval the Knight“, bls. 221.
30 Parcevals saga, bls. 108.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 18