Milli mála - 01.01.2010, Page 49
guðrún BJörK guðSTEInSDÓTTIr
HÁSKÓLa ÍSLanDS
Þýðing, sköpun, aðlögun?
Smásagan „guest“ í The Axe’s Edge
eftir Kristjönu gunnars
1. Skrifað á mörkunum
Kristjana gunnars er póstmódernískur höfundur sem er ekkiþekktur sem skyldi meðal Íslendinga sökum þess að hún hefur
skrifað á ensku allan sinn rithöfundarferil og engin af fjölmörgum
bókum hennar hefur verið þýdd í heild sinni á íslensku. Faðir henn-
ar, gunnar Böðvarsson, var frumkvöðull í jarðvarmafræðum hér á
landi og kenndi við Háskóla Íslands, en dönsk móðir hennar, Tove
Christensen Bodvarsson, var veflistakona. Þegar Kristjana var
sextán ára hlaut gunnar prófessorsstöðu við ríkisháskólann í
Oregon og fjölskyldan flutti þangað. Lengstan hluta ævinnar hefur
Kristjana þó búið og starfað í vesturfylkjum Kanada, nú sem lista -
maður í Bresku Kólumbíu (BC) eftir að hafa verið prófessor í skap-
andi skrifum við albertaháskóla í Edmonton um árabil – en ferill
hennar á ritvellinum hófst af fullum krafti árin 1980–1981 þegar
hún vann sem aðstoðarritstjóri Iceland Review en hóf síðan fram-
haldsnám við Háskólann í Winnipeg. Á sama tíma gaf hún út fjór-
ar bækur vestanhafs: One-Eyed Moon Maps, Settlement Poems I og
Settlement Poems II árið 1980 og Wake-Pick Poems árið 1981.
Kristjana er virtur, fjölhæfur og mikilvirkur höfundur, sem hefur
hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir frumleg og grípandi verk.
auk stakra ljóða, smásagna og fræðilegra greina um bókmenntir,
bókmenntaritun og þýðingar sem hafa birst í tímaritum og safnrit-
um hefur hún gefið út um 20 bækur.1 Of langt mál yrði að telja upp
49
1 Sjá yfirlit Monique Tschofen um feril Kristjönu, „Critical Bibliography“, í greinasafninu
Kristjana Gunnars. Essays on Her Work, ritstj. Monique Tschofen, Toronto, Buffalo,
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 49