Milli mála - 01.01.2010, Side 51
Tilraunastarfsemi sem endurskoðar og reynir á þensluþol frá-
sagnaraðferða, viðtekinna hugmynda um sannleikann, sögulegan
skilning og áreiðanleika, og höfundinn sem uppsprettu þess sem er
frumlegt, einstakt og ósvikið er meðal helstu einkenna póstmód-
ernískra verka, en þau riðla iðulega hefðbundnum mörkum á milli
há- og lágmenningar, jaðars og miðju, og slá eign sinni á verk sem
teljast meðal helgidóma bókmenntastofnunarinnar.4 Þessir þættir
lýsa vel verkum Kristjönu. Áleitin stef í bókum hennar eru áhrif,
eðli og innbyrðis tengsl farandlífs (e. migrancy), útlegðar og skáld-
skapar en endurskoðun á hugmyndakerfum og afleiðingum heims-
valdastefnunnar var ákaflega virk í vestrænum fræðaheimi á þeim
tíma sem Kristjana steig fram sem rithöfundur. Hún tók ríkan þátt
í þeirri endurskoðun, ekki síst með vangaveltum um hliðstæður á
milli undirokunar nýlenduþegna annars vegar og kvenna hins
vegar, og hvernig hlutverkaskipan kúgarans og þess kúgaða fara
eftir aðstæðum og geta auðveldlega víxlast. auk þess var henni
hugleikið hvernig beita mætti tungumálinu án þess að hefta, kúga
eða gera lítið úr viðfangsefnum (málefnum, hugmyndum, félags-
eða menningarhópum) sem maður aðhyllist ekki eða tilheyrir ekki
sjálfur (e. the other). Kristjana beitir m.ö.o. þeirri gerð af orðræðu
sem Mikhaíl M. Bakhtín sýndi fram á að sprytti skýrast fram og
tækist á við, riðlaði og endurnýjaði ríkjandi rithefðir og hug-
myndakerfi þegar þau væru orðin einsleit og steinrunnin, enda eru
margar grunnhugmyndir í eftirlendufræðum (e. postcolonialism)
runnar frá greiningu hans á áhrifum og birtingarmyndum samræðu-
og hláturhefðarinnar.5
Í smásagnasafninu The Axe’s Edge (axareggin, 1983)6 má
glögglega sjá hvernig Kristjana gunnars vinnur á þeim marg-
slungnu mörkum sem oft eru kennd við þriðja aflið, eða „þriðja
guðrún BJörK guðSTEInSDÓTTIr
51
4 Sjá alex Murray, „Postmodern Fiction“ í The English Literature Companion, ritstj. Julian
Wolfreys, Palgrave Macmillan, 2011, bls. 198–202. Sjá einnig úttekt Lindu Hutcheon á
markmiðum og leiðum póstmódernisma í The Politics of Postmodernism, London, n.Y.:
routledge, 1989.
5 Sjá t.d. greinar Bakhtíns og inngang Holquists í The Dialogic Imagination. Four Essays,
ritstj. Michael Holquist, þýð. Caryl Emerson og Michael Holquist, austin: university of
Texas Press, 1981. Sjá einnig skilgreininguna „alterity“ bls. 11–12 og „hybridity“ bls.
118–121 í bókinni Key Concepts in Post-Colonial Studies eftir Bill ashcroft, gareth
griffiths og Helen Tiffin, London, new York: routledge, 1998.
6 Kristjana gunnars, The Axe’s Edge, Toronto: Press Porcépic, 1983. allar þýðingar úr ensku
eru eftir greinarhöfund.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 51