Milli mála - 01.01.2010, Page 52
textann“ eins og Ástráður Eysteinsson nefnir þá „málamiðlun“ sem
myndast í þýðingum á milli tungumála í bók sinni Tvímælum
(1996).7 Ef myndmáli Kristjönu er beitt, þá er þetta snertiflöturinn
sem sameinar, tengir eða dregur dám af andstæðum sem mætast og
takast á, og kemur því í veg fyrir að vitundin klofni á axaregg tví-
hyggjunnar. Safnið samanstendur af samtengdum smásögum þar
sem sú fyrsta virðist gerast á Íslandi, eins og sú síðasta, en þær tvær
mynda nokkurs konar ramma utan um hinar sögurnar sem allar
gerast í norður-ameríku. Sögurnar virðast rekja sig áfram í
tímaröð frá því á nítjándu öld, einhvern tíma fyrir Vesturferðirnar,
og allt þar til kanadískur afkomandi Jóns arasonar hefur snúið
aftur til lands forfeðranna á seinni hluta tuttugustu aldarinnar, en í
sögulok gengur hún í sjóinn við Ægisíðu. Þessar sögur sýna hlut-
deild Kristjönu í endurskoðun á viðteknum gildum og hefðum, en
ég mun nú skoða nánar eina þeirra, söguna „guest“ (gestur),8 sem
forvitnilegt dæmi um það hvernig skrif Kristjönu leika á mörkum
skapandi og fræðilegra vinnubragða, afritunar og frumsköpunar,
þýðingar og aðlögunar, og tala tveimur tungum til mismunandi les-
endahópa.
2. annarleg kanadísk saga
Sagan „guest“ er unnin með svipuðum hætti og aðrar sögur í The
Axe’s Edge en í formála skýrir Kristjana frá því að sögurnar séu
afrakstur mikillar heimildavinnu og bókin sé tilraun hennar til að
hlusta eftir því hvernig kanadísk saga hljómi með tilliti til þess að
tungutak stórs hluta þjóðarinnar eigi uppruna sinn annars staðar en
í Kanada (bls. 2). Hún segist hafa leyft efniviðnum sem hún gróf
upp að rata í búning við hæfi þegar hún fléttaði aðfengnu efni við
stoðgrind frásagnarinnar sem ber söguna uppi – eins og uppistaðan
sem fyrst er hnýtt í hring í botni tágakörfu (bls. 1–2), en körfugerð
var eitt helsta handverk sem indíánakonur gátu nýtt sér til tekjuöfl-
unar í samskiptum við hvíta innflytjendur. umfram allt segist
ÞýðIng, SKöPun, aðLögun?
52
7 Ástráður Eysteinsson, „Tveir textar, þrír textar“, Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir,
reykjavík: Bókmenntafræðistofnun H. Í., 1996, bls. 173–222.
8 Kristjana gunnars, „guest“, The Axe’s Edge, bls. 37–44. Hér eftir verður vísað til þessarar
heimildar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 52