Milli mála - 01.01.2010, Page 53
Kristjana þó hafa unnið í anda lýsingar Josephs Conrads á sköpunar -
list rithöfunda sem hann taldi mega líkja við björgunarstarf sem
unnið er í myrkri og á móti vindi (bls. 2–3). Frásagnargerð hennar
er því mjög blönduð og þar með í samræmi við það meginþema
hennar og póstmóderníska afstöðu að rjúfa þurfi hamlandi mörk og
sundurgreiningu því veruleikinn sé margslunginn – ekki samsettur
úr einföldum andstæðum.
uppistöðuna í mörgum sögunum í The Axe’s Edge má finna í
þremur bókum um sögu nýja Íslands sem Þorleifur Jóakimsson
(Jackson) gaf út en Brot af landnámssögu Nýja Íslands (1919)9 var
fyrsta bókin um þetta landnám. að hluta er efnið frumsamið af
Þorleifi en í bækurnar safnaði hann einnig saman og birti óbreytt
efni sem landnámsmenn nýja Íslands höfðu áður skráð og jafnvel
birt í blöðum og tímaritum sem héldu byggðasögum til haga frá
fyrstu tíð og lögðu þar með traustan grunn að vestur-íslenskri sögu-
ritun. Bækurnar eru nokkuð dæmigerðar fyrir þá frásagnargerð sem
einkennir landnámssögur Íslendinga vestanhafs og austan; þær
snúast mest um ættfærslur og afrekaskrár einstaklinga – fyrst og
fremst karlmanna – en endurspegla jafnframt sameiginleg gildi og
markmið þeirra sem félagshóps.
Einn þáttur í bókum Þorleifs sker sig þó verulega úr, en það er
„Póstferða-saga Hálfdáns Sigmundssonar, frá landnámstíð nýja
Íslands, rituð af honum sjálfum“10 sem ber svipmót helgisögu.
Hálfdán lýsir því hvernig hann bjargaðist með yfirnáttúrulegum
hætti frá því að verða úti í hrakningaferð yfir ísilagt Winnipegvatn
í fimbulfrosti, niðamyrkri og blindhríð þegar hann starfaði sem
póstur fyrir byggðir nýja Íslands á árunum upp úr 1880. Þessi
sjálfsævisögulega frásögn er uppistaðan í sögunni „guest“.
Hálfdán hljóp jafnan við fót á milli staða með póstpokann á bak-
inu; honum var létt um að hlaupa þótt ferðirnar væru oft erfiðar en
hann lagði ávallt áherslu á að vera yfirvegaður, spara kraftana og
svitna ekki því annað var glapræði. En svo fór þó að Hálfdán
guðrún BJörK guðSTEInSDÓTTIr
53
9 Þorleifur Jóakimsson (Jackson), Brot af Landnámssögu Nýja Íslands, Winnipeg: Columbia
Press, 1919. Í kjölfar þessarar bókar gaf Þorleifur út tvær bækur með viðbótarefni um land-
nám nýja Íslands: Frá Austri til vesturs, Winnipeg: Columbia Press, 1921, og Framhald á
landnámssögu Nýja Íslands, Winnipeg: Columbia Press, 1923.
10 Hálfdán Sigmundsson, „Póstferða-saga Hálfdáns Sigmundssonar, frá landnámstíð nýja
Íslands, rituð af honum sjálfum“, Brot af Landnámssögu Nýja Íslands, Þorleifur Jóakimsson
(Jackson) tók saman, Winnipeg: Columbia Press, 1919, bls. 41–43.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 53