Milli mála - 01.01.2010, Page 55
beggja. Eflaust hefur þessi óræðni í sögu Hálfdáns hjálpað til við
að kveikja hugmynd Kristjönu að sinni sögu en ljóst er í bók
Þorleifs að þessi helgisaga skipar mikilvægan sess sem vitnis-
burður um að allar góðar vættir hafi haldið áfram að vaka yfir
brott fluttum landsmönnum á nýja Íslandi.
Sagan „guest“, skrifuð um 100 árum eftir að Hálfdán Sig -
munds son hraktist á ísnum, er í grunninn nokkuð nákvæm ensk
þýðing Kristjönu á frásögn hans í Broti af landnámssögu Nýja
Íslands, „rituð af honum sjálfum“ eins og segir í fyrirsögninni. Hún
kallar því óneitanlega á spurningar um það hver sé í raun höfund-
ur sögunnar. getur Kristjana talist höfundurinn með réttu eða er
hún sek um ritstuld? En frá hverjum? Það er Þorleifur Jóakimsson
(Jackson) sem er titlaður höfundar bókarinnar, en ekki Hálfdán,
sem er þó skilmerkilega tilnefndur sem höfundur í fyrirsögninni.
Þar að auki þarf lesandinn að skilja íslensku og bera kennsl á sög-
una sem upprunna úr heimild um landnám nýja Íslands til að átta
sig á því að hve miklu marki sagan er þýdd en ekki frumsamin, sem
getur verið þónokkuð snúið ef til þess er litið úr hversu ólíkum
áttum efnið er aðfengið.
Það sem er óvanalegt í þessari og fleiri sögum í The Axe’s Edge
er aftur á móti hversu skilmerkilega Kristjana kvittar fyrir aðfengið
efni í sjálfum textanum. Eins og allar aðrar sögur í The Axe’s Edge er
þessi greinilega merkt aðalpersónunni, því að skör ofan við heiti
smásögunnar, „guest“, stendur „Halfdán Sigmundsson:“ (uppruna-
leg leturbreyting) en tvípunkturinn gefur til kynna að sagan sé
annaðhvort sögð af honum eða sé um hann. Smávægileg breyting á
nafni Hálfdáns í Halfdán aðgreinir einstaklinginn frá sögupersónu
Kristjönu en lagar nafnið um leið að enskri tungu í hálf-gerðri endur -
heimt á upprunalegri stafsetningu og merkingu nafnsins, sem þýðir
„hálfur Dani“. guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson útskýra þetta í
Nöfnum Íslendinga: „nafnið er sett saman af forliðnum Hálf- „hálf-
ur“ og viðliðnum -dan „Dani“, merkir eiginlega „hálf-Dani, danskur
í aðra ættina““; Hálf-dan er upprunaleg orðmynd en breyttist í Hálf-
dán þegar leið á tuttugustu öld.14 Með rithætti sem lagar sig að enskri
guðrún BJörK guðSTEInSDÓTTIr
55
14 guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá arnarvatni, Nöfn Íslendinga, [reykjavík]:
Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, 1991, bls. 283. Sjá einnig leitarorðið
„Hálfdán“ á Snara. Vefbókasafn: http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=36&sw=H%C3%
a1lfd%C3%a1n&btn=Leita&action=search&b=x [sótt 26. júlí 2009].
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 55